Saga - 2019, Page 40
38
hengi við réttindabaráttu samkynhneigðra og sýnileika þeirra — og
annarra þjóðfélagshópa — í sögunni.20 Persónulegar heimildir geyma
þannig oft mikilvæga vitnisburði frá þjóðfélagshópum sem lítið eða
ekkert hefur varðveist frá að öðru leyti.21
Samtímafólk og samtímasaga
Aðgengi að persónulegum heimildum í handrita- og skjalasöfnum,
útgáfa þeirra og málefni persónuverndar hefur því lengi verið til
umræðu og hér hafa aðeins nokkur dæmi verið nefnd. Persónulegar
heimildir er einkum að finna í einkaskjalasöfnum sem varðveitt eru
á mörgum söfnum víða um land, aðallega í handritasafni Lands -
bókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Þjóðskjalasafni og á héraðs -
skjalasöfnum.22 Þar eru þúsundir einkaskjalasafna varðveitt og eru
þau af ýmsum stærðum og gerðum. Sum hafa aðeins að geyma örfá
bréf, dagbækur eða önnur gögn á meðan önnur fylla tugi hillumetra
og eru frá fólki úr mörgum þjóðfélagshópum.
Einkaskjalasöfn eru ólík opinberum skjalasöfnum að því leyti að
þau eru afhent án lagaskyldu, þ.e. þau eru yfirleitt afhent af skjala-
myndara eða afkomendum hans beinlínis í því skyni að vera varð -
veitt og notuð og eru talin vera heimildir um samtíma sinn, mannlíf
og persónusögu með einum eða öðrum hætti. Við afhendingu eru
stundum sett fram ákvæði um að gögnunum skuli haldið lokuðum
um ákveðið árabil en yfirleitt er það ósk afhendingaraðila að þau
skulu vera opin og nýtt til rannsókna frá fyrsta degi. Fyrir vikið hafa
mörg einkaskjalasöfn nýst við hvers kyns sagnfræðirannsóknir, ævi-
sagnaritun og héraðssögu og má segja að yngri einkaskjalasöfn
varpi oft skýrara ljósi á samtímasöguna en ýmsar aðrar heimildir.
En í nálægð yngri einkaskjalasafna við samtímann er fólginn bæði
álitamál
20 Vef. Þorvaldur Kristinsson, „„Loksins varð ég þó skotinn!“ Um leynda staði í
dagbók Ólafs Davíðssonar“, https://samkynhneigd.is/pistlar/336-loksins-
vard-eg-tho-skotinn, 23. ágúst 2019. Sjá einnig um hlut kvenna í skráningu
handrita í handritasafni Landsbókasafns á fyrri hluta tuttugustu aldar: Guðný
Hallgrímsdóttir, Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar
vinnukonu. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 16. Ritstj. Sigurður Gylfi
Magnússon, Davíð Ólafsson og Már Jónsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2013),
bls. 15–31.
21 Sjá t.d. verkefnið Hinsegin huldukonur. Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum
heimildum 1700–1960: Vef. https://www.huldukonur.is, 23. ágúst 2019.
22 Sjá t.d. vefinn einkaskjalasafn.is: Vef. http://einkaskjalasafn.is, 23. ágúst 2019.