Saga - 2019, Page 42
40
notkun persónulegra heimilda megi ekki vera neinum til vansa —
samanber fyrrnefnda reglugerð um Þjóðskjalasafn frá 1916 — en
tíðar andi breytist og mat manna og túlkun á persónulegum heim-
ildum getur verið ólík eins og Anna Agnarsdóttir benti á árið 1999 í
inngangsorðum sínum að heimildaritröð Sagnfræðistofnunar Há -
skóla Íslands: „Frumheimildir breytast ekki en túlkun og úr vinnsla
fræðimanna á þeim breytist frá einni kynslóð til annarrar, frá einum
manni til annars.“25
Í þriðja lagi má greina ólík sjónarhorn á útgáfu persónulegra
heimilda. Sumir telja að útgáfa á efni þar sem finna má lýsingar á
persónulegum högum og hversdagslífi sé áhugavert innlegg um
liðna tíð á meðan aðrir álíta það hinn mesta óþarfa, jafnvel óviðeig-
andi.26 Þar virðist þó sú afstaða vera nokkuð ríkjandi að eftir því
sem frá líður verði hvers kyns persónulegar lýsingar minna við -
kvæm ar og gefi áhugaverða innsýn inn í liðna tíð. Böðvar Guð -
mundsson rithöfundur ræddi það sjónarmið nokkuð í útgáfu sinni
á bréfum Vesturfara árið 2001 þar sem hann taldi að útgefendur
reyndu ávallt að fara eftir almennu siðferði í útgáfu á persónu -
legum heimildum og bætti við: „en við vorum einnig útbúin með
sterka löngun til að vita hvernig heimurinn er, var og verður.
Hvers vegna flutti fólk t.d. frá Evrópu til Ameríku? Hvers konar
fólk var þetta? Hvernig var tungutak þess? Hvernig hugsaði
það?“27 Þarna togast því á sjónarmið um annars vegar vernd per-
sónulegra upplýsinga sem finna má í heimildum á borð við bréf og
dagbækur og hins vegar fróðleiksleit um fólk, viðburði og hugarfar
fyrri tíma.
Söfnun, aðgengi og útgáfa á persónulegum heimildum á skjala-
og handritasöfnum eru því nátengd og hluti af því hvernig sam-
félagið vill varðveita, skýra og segja sögu sína en þar hafa persónu-
álitamál
25 Anna Agnarsdóttir, [Inngangsorð], Magnús Stephensen, Ræður Hjálmars á
Bjargi fyrir börnum sínum um fremd, kosti og annmarka allra stétta, og um þeirra
almennustu gjöld og tekjur. Örn Hrafnkelsson bjó til prentunar. Heimildasafn
Sagnfræðistofnunar. Ritstj. Anna Agnarsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands 1999), bls. ii.
26 Þetta má tengja við umræðuna um notkun persónulegra heimilda við ævi-
sagnaritun. Sjá: Guðni Th. Jóhannesson, „Hefurðu heimild? Skráð og óskráð
lög um ævisagnaritun“, Tímarit Máls og menningar 72:1 (2011), bls. 40–50.
27 Böðvar Guðmundsson, Bréf Vestur-Íslendinga I (Reykjavík: Mál og menning
2001), bls. xxiv.