Saga - 2019, Page 46
44
rækslu eða ofbeldis.5 Þó svo lögin tækju til „ungmenna“ almennt
var þeim nær eingöngu beitt gegn stúlkum.6
Barnaverndarsjónarmið virðast ekki hafa verið höfð að leiðarljósi
við framkvæmd laganna þrátt fyrir ungan aldur stúlknanna, heldur
var einblínt á þær sem gerendur í afbrotamálum sem skyldi refsað
með betrunarvist. Ungmennadómurinn úrskurðaði því bágstaddar
unglingsstúlkur til dvalar á sveitaheimilum eða hælisvistar á vafa -
söm um forsendum.7 Nánast undantekningarlaust voru sakborn -
ingar grunaðir eða fundnir sekir um að hafa átt í kynferðis sam -
böndum við hermenn, sem virðast sjálfir ekki hafa verið látnir taka
ábyrgð á eigin gjörðum. Þegar dómsuppkvaðning lá fyrir voru stúlk -
urnar vistaðar tímabundið á upptökuheimili sem sett var á stofn í
sóttvarnarhúsinu við Ánanaust í Reykjavík þar til frekari vistunar -
úrræði tóku við.8
Skjöl Sakadóms Reykjavíkur
Vitneskjan um þennan þátt í sögu hernámsins hér á landi var mér
að mestu ókunn þar til Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur birti
grein í tímaritinu Sögnum árið 1996 sem bar heitið „Blórabögglar og
olnbogabörn. „Ástandskonur“ og aðrar konur í Reykjavík í seinna
stríði“. Grein Eggerts kveikti áhuga minn á viðfangsefninu sem varð
til þess að ég tók að grennslast fyrir um heimildir á Þjóðskjalasafni
sagnfræðingar og persónuvernd
5 Könnun á starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952–1979. Skýrsla nefndar samkvæmt
lögum nr. 26/2007. Lögð fram af forsætisráðherra, febrúar 2008, bls. 33.
6 Bára Baldursdóttir, „„Þær myndu fegnar skifta um þjóðerni“. Ríkisafskipti af
samböndum unglingsstúlkna og setuliðsmanna“, Kvennaslóðir. Rit til heiðurs
Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. Ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík:
Kvennasögusafn Íslands 2001), bls. 301–317, sjá bls. 310.
7 Fram kemur í kvikmynd Ölmu Ómarsdóttur, Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum frá
2015, að ungmennadómurinn virðist hafa farið á skjön við 2. gr. laganna, sem
kvað á um að reyndar skyldu aðgerðir til betrunar á borð við ábendingar til
foreldra og kennara barna, í málum þeirra stúlkna sem hann úrskurðaði til
vistunar á Kleppjárnsreykjum. Dómurinn hafi þess í stað úrskurðað strax á
grundvelli 3. gr. þar sem sagði: „Ef úrræði þau, sem í 2. gr. getur, koma ekki að
haldi …, má beita hæfilegum uppeldis- og öryggisráðstöfunum, til dæmis vistun
ungmennis á góðu heimili, hæli eða skóla.“
8 Heimilið tók til starfa 19. apríl 1942 og var starfrækt til ársloka 1943. Sjá: Gunnar
M. Magnúss, Virkið í norðri II. Þríbýlisárin (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1947),
bls. 656; Eggert Þór Bernharðsson. „Blórabögglar og olnbogabörn“, Sagnir.
Tímarit um söguleg efni 19 (1996), bls. 12–23, sjá bls. 19.