Saga - 2019, Page 49
47
en þau mannréttindasjónarmið sem snúa að sögulegu réttlæti og
hugsanlegri afsökunarbeiðni af hálfu stjórnvalda.
Skjalasafn Sakadóms Reykjavíkur varð grunnurinn að meistara -
ritgerð minni og síðar grein sem birtist í afmælisritinu Kvennaslóðir
sem gefið var út árið 2001 til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagn -
fræðingi sjötugri. Sömuleiðis fjallaði ég um þetta efni á Söguþingi
sumarið 2002.13 Á þessum tímapunkti ákvað ég að segja skilið við
rannsóknarefnið.
Ný skjalasöfn koma fram í dagsljósið
Þegar svonefnd vistheimilanefnd var sett á laggirnar samkvæmt lög -
um nr. 26/2007, í þeim tilgangi að rannsaka starfsemi vist- og með -
ferðarheimila fyrir börn á síðustu öld, gerði ég mér von um að starf -
semi vistheimilisins að Kleppjárnsreykjum yrði könnuð af nefnd inni.14
Því miður var það vistheimili undanskilið. Hins vegar leikur enginn
vafi á því að störf nefndarinnar hafa haft geysileg áhrif á sögu legt
uppgjör og réttlæti á Íslandi í ljósi sanngirnisbóta sem greidd ar hafa
verið til fyrrum vistmanna vegna illrar meðferðar á vistheimilum
ríkisins sem og afsökunarbeiðni af hálfu stjórnvalda. Jafnframt varð
öll umræða um sambærileg mál opnari í samfélaginu í kjölfarið.
Árið 2011, sama ár og Vistheimilanefndin lauk störfum sínum,
var leyndarhjúp loksins svipt af einkaskjalasafni í vörslu Þjóðskjala -
safns sem legið hafði innsiglað í skjalageymslu safnsins í hálfa öld
og beðið síns vitjunartíma. Þann 30. september 1961 afhentu erfingjar
Jóhönnu Knudsen, lögreglukonu og forstöðukonu ungmennaeftirlits
lögreglunnar í Reykjavík, safninu skjöl úr fórum hennar til varð -
veislu. Í fylgibréfi með afhendingunni var tiltekið að það væri
„ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir afhendingu þessara gagna að þau verði
innsigluð og eigi opnuð til nokkurra afnota fyrr en eftir 50 ár —
fimmtíu ár — frá deginum í dag að telja“.15
álitamál
13 Bára Baldursdóttir, „„Þær myndu fegnar skifta um þjóðerni ““, bls. 301–317;
sami höf., „Kynlegt stríð: Íslenskar konur í orðræðu síðari heimsstyrjaldar,“ 2.
íslenska söguþingið 30. maí til 1. júní 2002. Ráðstefnurit I. Ritstj. Erla Hulda Hall -
dórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands o.fl. 2002), bls. 64–74.
14 Vef. Alþingi. Lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og með -
ferðarheimila fyrir börn nr. 26/2007, https://www.althingi.is/lagas/nuna/
2007026.html, 13. september 2019.
15 Þór Whitehead, „Ástandið og yfirvöldin. Stríðið um konurnar 1940–1941“. Saga
LI:2 (2013), bls. 92–142, sjá bls. 92.