Saga - 2019, Page 54
un innan sagnfræðinnar að frelsishreyfingar nítjándu aldar hafi
beint gagnrýni sinni að einveldi sökum stjórnlyndis, kúgunar og
umsvifamikilla ríkisafskipta.3 Umbótasinnar hafi viljað takmarka
vald og vernda þjóðir og einstaklinga fyrir ágangi ríkisvaldsins þannig
að þeir gætu lifað óáreittir og frjálsir.
Jón Sigurðsson talaði fyrir málstað Íslands á upphafsárum sjálf -
stæðisbaráttunnar á gagnstæðum forsendum. Hann leit ekki svo á
að einveldi og dönsk konungsstjórn hefðu einkennst af umsvifa-
miklum ríkisafskiptum. Þvert á móti mætti rekja niðurníðslu lands-
ins til afskiptaleysis Danakonunga sem hefðu vanrækt stjórn þess
um langt árabil. Aukin sjálfstjórn Íslendinga yrði því ekki til þess að
„létta muni sköttum, eða að hverr maður fái meira frelsi en áður, af
því allir sem mæla fram með alþíngi eru að hæla frelsinu“.4 Jón
beindi spjótum sínum að þeim sem vildu „heldur vera undirgefnir
dönsku yfirvaldi, sem ekki skiptir sér af þeim, eða „lætur þá vera í
friði“, sem þeir kalla, enn stjórnsömum Íslendingi“.5 Því kallaði Jón
eftir kröftugu ríkisvaldi og að valdamiðja þess yrði í Reykjavík.
Ríkisvaldinu skyldi fært víðtækt hlutverk við að rjúfa kyrrstöðu og
leysa efnahagsvanda landsins sem hafði dregist langt aftur úr
nágrannaþjóðunum. Ríkið styddi við jarðrækt, fiskveiðar og verslun
ásamt öðrum atvinnuvegum og héldi úti almennu skólastarfi til að
mennta ungmenni, embættismenn, lækna, presta, bændur sem og
sjómanns- og kaupmannsefni. Landstjórnin skyldi gegna lykilhlut-
verki við vegalagningu, hafnargerð og gera tíðar aðrar samgöngur
innan lands sem og utan. Loks ætti ríkisvaldið að efla póst þjónustu,
reka bókasöfn, safna hagskýrslum, tryggja læknisþjónustu og byggja
spítala.6 Að dómi Jóns var ekkert landstjórninni óviðkom andi og
hún skyldi „vera kunnug öllu og rannsaka allt, og hafa vakandi
auga á að laga það sem þess þarf við“.7
Hugmyndir Jóns um ríkismótun á Íslandi voru einkum sóttar í hug -
myndasarp þýskra og danskra ríkisvísinda.8 Ríkisvísindi (þ. Staats -
sveinn máni jóhannesson52
3 Sjá t.d. John Horne, „1848 and the Language of Politics“, Saothar 25 (2000), bls.
67–76; Douglas Moggach og Gareth Stedman Jones, „Introduction“, The 1848
Revolutions and European Political Thought. Ritstj. Douglas Moggach og Gareth
Stedman Jones (Cambridge: Cambridge University Press 2018), bls. 6–8.
4 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 116.
5 Jón Sigurðsson, „Um alþíng“, Ný félagsrit 2 (1842), bls. 24.
6 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 112–113. Sjá
einnig t.d. Jón Sigurðsson, „Um verzlun á Íslandi“, Ný félagsrit 3 (1843), bls. 123.
7 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 75.