Saga - 2019, Síða 56
Í þessari grein verða færð rök fyrir því að Jón hafi hagnýtt sér
stjórnunarmiðuð hugtök, röksemdir og kenningar úr ranni ríkisvís -
inda til að styrkja baráttuna fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendingum til
handa. Jón mælti fyrir fulltrúaþingi og framkvæmdarvaldi á Íslandi á
þeim forsendum að einungis innlend landstjórn með aðsetur í Reykja -
vík væri nægjanlega sterk og skilvirk til að rétta við hag lands ins og
leiða landsmenn til velgengni í líkamlegum og andlegum efnum.
Danir hefðu ekki þekkingu, áhuga eða hagsmuni af því að stjórna
Íslandi frá Kaupmannahöfn. Þessar röksemdir, sem Jón setti upphaf-
lega fram í fyrstu alþingisgrein sinni árið 1841, voru rauður þráður í
málflutningi hans fyrir íslenskri sjálfstjórn fram að þjóðfundi árið 1851.
yfirleitt er aðeins vísað til þessara raka Jóns sem „praktískra raka“ eða
„hagkvæmnissjónarmiða“ og ekki rýnt í þau nánar.10 Hér verður sýnt
fram á að þessar stjórnunarmiðuðu röksemd ir voru dregnar úr hug-
myndasarpi ríkisvísinda og þau voru leiðarstef Jóns jafnvel eftir að
hann setti fyrst fram söguleg þjóðréttindarök um stöðu Íslands innan
Danaveldis árið 1848. Fram yfir þjóðfund árið 1851 var sjálfstæðisbar-
átta Jóns Sigurðssonar því háð undir merkjum öflugs ríkisvalds frem-
ur en lýðréttinda, einstaklingsréttinda eða jafnvel þjóðréttinda.
Fræðimenn hafa ekki áður fjallað um áhrif ríkisvísinda á Jón
Sigurðsson eða aðra samtíðarmenn hans.11 Sú skoðun hefur lengi
sveinn máni jóhannesson54
Process: The History of Manners and State Formation and Civilization (Oxford:
Blackwell 1994). Michel Foucault benti einnig á áhrif aristótelísku ríkisvísinda-
hefðarinnar í þróun nútímastjórnmála. Sjá: Michael Foucault, „Security, Terr -
itory and Population“, Essential Works, Vol. 1 Ethics. Þýð. Robert Hurley (Lond -
on: Penguin 2000), bls. 67–71.
10 Sjá t.d.: Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson II (Reykjavík: Hið íslenska þjóðvina-
félag 1929–1933), bls. 124–129, 384–385; Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson.
Ævisaga I–II (Reykjavík: Mál og menning 2002), bls. 219–220; Guðmundur
Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið. Uppruni og endimörk (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 2001), bls. 81–82; Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn Alþingis og
þjóðfundurinn (Reykjavík: Sögufélag 1993), bls. 80–81.
11 Það væri ofsagt að ríkisþróun á Íslandi á nítjándu öld væri ókönnuð en umfjöll-
unin nær þó einkum til seinni hluta aldarinnar. Sjá: Guðmundur Hálfdanarson,
„Kemur sýslumanni [það] nokkuð við …? Um þróun ríkisvalds á Íslandi á 19.
öld“, Saga XXXI (1993), bls. 7–31; Guðmundur Jónsson, The State and the Ice landic
Economy, 1870–1930 (doktorsritgerð við London School of Economics and
Political Science, 1992). Bent hefur verið á að Jón hafi verið hlynntur myndun
nútímaþjóðríkis á Íslandi með höfuðstað í Reykjavík, en yfirleitt er litið svo á að
hugmyndir Jóns um uppbyggingu og gerð þess hafi verið í anda frjálslyndis -
stefnu. Sjá t.d. Guðmund Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið, bls. 125–128.