Saga - 2019, Qupperneq 57
verið viðtekin að Jón hafi einkum aðhyllst frjálslyndisstefnu og þjóð -
ernisstefnu.12 Þannig hafi Jón stutt einstaklingsfrelsi og barist fyrir
auknu þjóðfrelsi. Ljóst er að hann var undir áhrifum þessara hug-
myndastrauma í ýmsum málum. En sýn Jóns á tilgang, eðli og hlut-
verk ríkisvaldsins var hins vegar mótuð af ríkisvísindum eins og hér
verður sýnt fram á. Ríkisvísindi, þjóðernisstefna og frjálslyndis -
stefna voru hvorki lokuð né mótstæð hugmyndakerfi og hugmyndir
þeirra gátu sannarlega skarast. Líkt og ríkisvísindamenn töluðu
fylgismenn þjóðernisstefnu yfirleitt fyrir miðstýrðu nútímaríki. En
sýn ríkisvísindamanna á ríkisvaldið stangaðist í tilteknum megin-
atriðum á við hugmyndir talsmanna frjálslyndisstefnu. Hinir síðar-
nefndu aðhylltust gjarnan afskiptaleysisstefnu (f. laissez faire), sem
gerði ráð fyrir lágmarksríki eða réttarríki (þ. Rechtstaat) sem ein -
ungis hefði neikvæðu hlutverki að gegna til að vernda eignar rétt -
indi og tryggja að menn brytu ekki af sér. Að öðru leyti hefði ríkið
ekki afskipti af einstaklingunum. Fylgismenn afskiptaleysis og réttar -
ríkis voru því harðlega andsnúnir hugmyndum ríkisvísindanna um
farsældarríki jóns sigurðssonar 55
12 Segja má að áhersla hafi verið lögð á ævi og stjórnmálastarf Jóns en minna hafi
farið fyrir skipulegum tilraunum til að setja hugmyndir hans í samhengi við
alþjóðlega hugmyndastrauma. Sjá t.d.: Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson.
Ævisaga I, bls. 201–203, 219–221, 397; Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson I–V;
Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið, bls. 77–98; sami höf., „Íslensk
þjóðfélagsþróun á 19. öld“, Íslensk þjóðfélagsþróun 1880–1990. Ritgerðir. Ritstj.
Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson (Reykjavík: Félagsvísinda -
stofnun og Sagnfræðistofnun 1993), bls. 9–58, hér bls. 35–39; Guðmundur
Jónsson, „Þjóðernisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta“, Skírnir 169 (vor
1995), bls. 65–93; sami höf., „Frjáls verslun - Frjáls þjóð: Jón Sigurðsson og bar-
áttan fyrir verslunarfrelsi“, Jón Sigurðsson. Hugsjónir og stefnumál. Ritstj. Jón
Sigurðsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2011), bls. 109–124; Páll
Björnsson, „Að búa til íslenska karlmenn: Kynjaímyndir Jóns forseta“, 2.
íslenska söguþingið. Ráðstefnurit. Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík:
Sögufélag 2002), bls. 43–53; sami höf., Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá
andláti til samtíðar (Reykjavík: Sögufélag 2011); Þorvaldur Gylfason, „Hagfræði
á Íslandi: Brautin rudd“, Jón Sigurðsson, bls. 159–176; Ásgeir Jónsson, „Hag -
fræði hugmyndir Jóns Sigurðssonar“, Jón Sigurðsson, bls. 135–152; Ragnheiður
Kristjánsdóttir, „Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu“, Saga XXXIV (1996), bls.
131–175; Birgir Hermannsson, Understanding Nationalism. Studies in Icelandic
Nation al ism 1800–2000 (Stokkhólmur: Stockholm University 2005); Ingi
Sigurðsson, Erlendir straumar og íslenzk viðhorf. Áhrif fjölþjóðlegra hugmyndastefna
á Íslendinga 1830–1918 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2006), bls. 81–103, 122–155;
Sigrún Páls dóttir (ritstj.), „Spurning Sögu: Hver/hvað … var/er Jón Sigurðs -
son“, Saga XLIX:1 (2011), bls. 13–52.