Saga - 2019, Síða 58
jákvætt hlutverk hins opinbera sem lyti að því að efla velgengni
þegnanna. Umfangsmikið ríkisvald bryti gegn náttúrulegum eða
eðlislægum réttindum einstaklinga til að njóta frelsis síns óáreittir.13
Jón skipaði sér hins vegar í hóp þeirra sem töldu að ríkisvaldið
ætti „að gánga á undan“ og „leiða þegnana til framfara og stuðla til
alls þess, sem orðið getur til almennra heilla“ eins og hann orðaði
það.14 Hugtök og kenningar ríkisvísinda væru best til þess fallin að
greina þjóðfélagsvanda Íslendinga því að sterkt ríkisvald væri
nauðsynlegt til að rjúfa kyrrstöðu í atvinnumálum og bregðast við
fábreytni í þjóðfélagsháttum. Jón var því ekki hallur undir rök frjáls-
lyndisstefnunnar um takmörkun ríkisvalds á grundvelli hugmynda
um náttúruleg og eðlislæg réttindi einstaklinga og virðist aldrei hafa
vísað til þeirra í málflutningi sínum.15 Hann vildi ekki draga úr
afskiptum stjórnvalda af þjóðlífinu. Þvert á móti beitti Jón sér eink-
um fyrir eflingu landstjórnarinnar á grundvelli kenninga um öfluga
og farsæla stjórnun í því augnamiði að tryggja „framför og velferð
alls þess félags sem hún [landstjórnin] er sett til að ráða yfir“.16
Hér skal því haldið til haga að Jón var stuðningsmaður frelsis
einstaklinga og þjóða og var fylgjandi mörgum hugmyndum sem
nú eru tengdar við frjálslyndisstefnu. Hann aðhylltist til dæmis
skoð ana- og prentfrelsi, verslunarfrelsi, atvinnufrelsi og aukna
lýðstjórn. Slíkar hugmyndir voru þó ekki bundnar við frjálslyndis-
stefnu eingöngu heldur voru þær viðteknar innan fjölmargra ann-
arra hugmyndastrauma, þar á meðal þjóðræðishyggju og ríkisvís-
sveinn máni jóhannesson56
13 Douglas Moggach, „Freedom and Perfection: German Debates on the State in
the Eighteenth Century“, Canadian Journal of Political Science 42:4 (2009), bls.
1003–1023; Lindenfeld, The Practical Imagination, bls. 46; Victorian Liberalism:
Nineteenth-Century Political Thought and Practice. Ritstj. Richard Bellamy (Cam -
bridge: Cambridge University Press 1990); Martin Loughlin, The Foundations of
Public Law (New york and Oxford: University of Oxford Press 2010), bls. 430;
James Thompson, „Modern liberty redefined“, The Cambridge History of Nine -
teenth-Century Political Thought. Ritstj. Gareth Stedman Jones og Gregory
Claeys (Cambridge: Cambridge University Press 2011), bls. 720–747.
14 Jón Sigurðsson, „Alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 6 (1846), bls. 96. Sjá einnig bréf
Jóns Sigurðssonar til Þórðar Jónassen 8. maí 1863, Bréf Jóns Sigurðssonar. Úrval
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1911), bls. 342.
15 Jón vísaði einu sinni til náttúrulegs réttar þjóðarinnar til verslunarfrelsis í grein
sem birtist á dönsku árið 1840. Sjá: Ingi Sigurðsson, Erlendir straumar og íslenzk
viðhorf, bls. 81, 84–85, 87.
16 Jón Sigurðsson, „Um skóla á Íslandi“, Ný félagsrit 2 (1842), bls. 80.