Saga - 2019, Side 60
Ríkisvísindi fram að miðri nítjándu öld
Ríkisvísindi áttu rætur að rekja til Þýskalands í upphafi átjándu
aldar, en Friðrik Vilhjálmur I. Prússakonungur setti á fót fyrstu
háskólastöðurnar í kameralisma árið 1717 við Halle-háskóla og
háskólann í Frankfurt. Kameralistar unnu jöfnum höndum í háskól-
um og stjórnsýslu og leituðu leiða til að bæta fjármálastjórnun ein-
valda konunga. Markmið þeirra var einnig að mennta embættis-
menn fyrir stjórnsýslu ríkisins og þróa nauðsynlega þekkingu til að
stjórna vel og hámarka tekjustofna konungs. En þýskir Staatsdenker,
ríkisvísindamenn, hófu fljótlega að útvíkka svið fræðanna og fjalla
almennt um landsvæði og fólksfjölda ríkisins með það að markmiði
að stuðla að sem mestri velferð og velgengni heildarinnar. Ásamt
kameralisma spruttu upp fjölmörg önnur fög á borð við Politik,
Staatskunst, Staatsökonomie, Ökonomie, Polizei, og Statistik sem fjöll -
uðu um flest svið samfélagsins. Sífellt meiri afskipti einvalda af öll-
um sviðum samfélagsins voru réttlætt og hagur ríkisins lagður að
jöfnu við hag samfélagsins. Einn fremsti ríkisvísindamaður átjándu
aldar, Johann Heinrich Gottlob Justi, leit svo á að saman mynduðu
þessi fög sérstakt fræðasvið sem hann kallaði ríkisvísindi eða
Staatswissenschaften.21
Ríkisvísindi voru stjórnunarmiðuð orðræða sem fjallaði fyrst og
fremst um tilgang ríkisvaldsins og hvernig það gæti beitt sér með
sem skilvirkustum hætti fyrir skilgreindum markmiðum.22 Sagn -
fræð ingurinn Richard Tuck hefur nýlega fært rök fyrir því að greinar -
munur á stjórnunarmiðuðum (e. government) og réttindamiðuðum
(e. sovereignty) hugmyndum hafi gegnt lykilhlutverki í hugmynda-
sögu átjándu aldar.23 Ríkisvísindamenn á borð við Justi greindu fög
sveinn máni jóhannesson58
21 Christopher Clark, Iron Kingdom: The Rise and Downfall of Prussia, 1600–1947
(London: Penguin 2007), bls. 85–94; Keith Tribe, „Cameralism and the Sciences
of the State“, The Cambridge History of Eighteenth-Century Political Thought.
Ritstj. Mark Goldie og Robert Wokler (New york and Cambridge: Cambridge
University Press 2006), bls. 525–546.
22 Sjá t.d. Lindenfeld, The Practical Imagination; Tribe, Governing Economy; Klippel,
„Reasonable Aims of Civil Society“, bls. 71–98.
23 Richard Tuck, The Sleeping Sovereign: The Invention of Modern Democracy (New
york og Cambridge: Cambridge University Press 2016); Loughlin, The Founda -
tions of Public Law, bls. 415–432. Sjá einnig Michel Foucault, „Govern mentality“,
The Foucault Effect: Studies in Governmentality. Ritstj. Graham Burchell, Colin
Gordon og Peter Miller (Chicago: Chicago University Press 1991), bls. 52–75.