Saga - 2019, Síða 61
sín frá réttindamiðuðum nálgunum innan lögfræði og heimspeki
þar sem áhersla var lögð á einstaklingsbundin réttindi og lögmæti
stofnana og ákvarðana ríkisins. Verksvið ríkisvaldsins var fyrst og
fremst að tryggja réttindi þegnanna, réttlæti og framfylgja almenn-
um lögum. Ríkisvísindin tóku hins vegar mið af farsældarhyggju
þar sem áhersla var lögð á að greina „allar stofnanir frá stjórnar -
innar hálfu, sem annaðhvort stuðla til þess eða tálma því, að vel-
megun og hagsæld ríkisins aukist“.24 Meginviðfangsefni ríkisvís -
inda laut að tilgangi ríkisvaldsins og með hvers konar stjórnarform-
um og stjórnaraðferðum það gæti beitt sér fyrir velferð og velgengni
þegnanna með markvissum hætti.
Í fjölda rita var fjallað í smáatriðum um tilgang ríkisins. Flestir
voru sammála um að þar sem velgengni þegnanna færi saman við
velgengni ríkisins væri, eins og Sveinn Skúlason orðaði það árið
1853, mikilvægt „fyrir alla og hvern einstakan mann, að þau [ríkin]
þekki og skilji tilgang sinn, til þess að þau geti veitt þá vernd og það
traust, sem þau eiga að veita, og beitt sameiginlegu afli þjóðlimanna
til framfara og fullkomnunar allra og einstakra“.25 Sveinn, sem var
meðal lærisveina Jóns innan vébanda Hins íslenska bókmennta -
félags í Kaupmannahöfn, lagði stund á nám í „ríkisvísindum“ við
Kaupmannahafnarháskóla 1850–1852.26 Að námi loknu þýddi hann
og skrifaði inngang að kafla úr ríkisfræðariti kennara síns, Adolphs
Frederiks Bergsøe, sem laut að Íslandi. Í inngangi Sveins felst ein -
stök lýsing á íslensku á helstu greinum ríkisvísinda og hefur ritið
hlotið afar litla, ef nokkra, umfjöllun í seinni tíma sagnaritun. Sam -
kvæmt lýsingu Sveins skýrðu ríkisvísindi „frá eðli, ásigkomulagi og
tilgangi ríkisins, sýna hvað útheimtist til að ná þessum tilgangi ríkis-
ins, og kenna mönnum hvernig honum verði bezt náð“.27 Ríkisvís -
indin leituðust því við að greina tilgang ríkisvaldsins og ákvarða
hinar algildu reglur sem öll ríkismótun ætti að taka mið af. Stjórn -
farsældarríki jóns sigurðssonar 59
24 Sveinn Skúlason, Lýsing Íslands á miðri 19. öld, bls. XV.
25 Sama heimild, bls. XII.
26 Sveinn tók við sem ritstjóri Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, að
loknu námi og aðstoðaði Jón Sigurðsson við útgáfu Tíðinda um stjórnarmálefni
samhliða því sem hann starfaði hjá Oddgeiri Stephensen stjórndeildarforseta
sem skrifari í íslensku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn. Sjá: Páll Eggert
Ólason, Jón Sigurðsson III, bls. 378; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá
landnámstímum til ársloka 1940 IV (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag
1951), bls. 375.
27 Sveinn Skúlason, Lýsing Íslands á miðri 19. öld, bls. XII.