Saga - 2019, Síða 62
vísindin, eða Politik, greindust í stjórnarlögunarfræði og stjórnar -
fræði sem sýndu fram á leiðina að markinu, það er hvernig tilgang-
inum væri best náð. Politik var í raun gamalt aristótelískt hugtak en
mikilvægi þess innan ríkisvísindanna varpar ljósi á forngrísk áhrif
á fræð in.28 Stjórnlögunarfræði greindi ólíkar stjórnskipanir út frá því
hvernig þær nálguðust tilgang ríkisins. Ólík stjórnarform á borð við
lýðstjórn, konungstjórn og valmennastjórn (aristókratía) voru talin
hagkvæm og metin eftir skilvirkni. Stjórnarhættirnir gætu verið
margs konar „en allir verða þeir að miða til þess, að tilgangi ríkisins
verði náð, annars kostar eiga þeir engan rjett á sjer“. Stjórnarfræðin
ganga hins vegar út á beitingu stjórnarvaldsins þar sem leitast var
við að meta hvort valdbeiting væri skilvirk og hentug út frá tilgangi
ríkisins.29
Í kjölfar upplýsingarinnar í lok átjándu aldar tóku hugsuðir að
gagnrýna ríkisfræðin, einkum þá hugmynd að tilgangur ríkisins
væri að tryggja velferð eða hamingju þjóðarinnar. Spekingar á borð
við Immanuel Kant, Johann Gottlieb Fichte og Alexander Humboldt
færðu rök fyrir því að þessi almenni tilgangur hefði réttlætt víðtæk
afskipti konunga af samfélögum sínum og leitt af sér kúgun og
ófrelsi.30 Það væri ósamrýmanlegt einstaklingsfrelsi og fullveldi
þjóðarinnar að skipuleggja ríkisvaldið út frá tilteknum tilgangi þess.
Samfélagið ætti þvert á móti að vera vettvangur fyrir frelsi einstak-
linga sem þeir nutu á grundvelli náttúrulegra réttinda sinna. Hlut -
verk ríkisvaldsins ætti því að vera miklu takmarkaðra og fyrst og
fremst bundið við að vernda réttindi einstaklinga og tryggja réttlæti
í samskiptum þegna í milli sem og við hið opinbera. Menntun, at -
vinnu líf, siðferði og almenn hamingja samfélagsins kæmu hinu
opin bera ekki við. Réttarríkið, eða Rechtstaat, ætti ekki að skipta sér
af velferð eða velgengni þegna sinna heldur aðeins tryggja einstak-
lingsbundin réttindi með því að framfylgja almennum lögum.31
sveinn máni jóhannesson60
28 Lindenfeld, The Practical Imagination, bls. 16–20, 41–44.
29 Sveinn Skúlason, Lýsing Íslands á miðri 19. öld, bls. XII–XIV.
30 Johann Gottfried Herder gagnrýndi einnig ríkisvísindin en á grundvelli þjóð -
ernishugmynda um Volk og Bildung. Herder hafnaði því að ríkisvaldið ætti að
efla velferð, hamingju eða menningarlega framþróun. Sjá t.d. Reto Speck,
„Johann Gottfried Herder and Enlightenment Political Thought: From the
Reform of Russia to the Anthropology of Bildung“, Modern Intellectual History
11:1 (2014), bls. 31–58.
31 Douglas Moggach, „Freedom and Perfection: German Debates on the State in
the Eighteenth Century“, Canadian Journal of Political Science 42:4 (2009), bls.