Saga - 2019, Qupperneq 65
Jón las sér vel til í ríkisvísindum. Kvittanir og reikningar sem
varðveist hafa sýna að Jón keypti helstu bækur ríkisvísindamanna,
þar á meðal eftir von Mohl, Rau, Karl Rotteck og Friedrich Dahl -
mann ásamt stjórnspekiritum Platóns, Aristótelesar, Livíusar og
Cicerós.41 Jón vitnar sérstaklega til ríkisvísindanna á síðum Nýrra
félagsrita og notar þau til að greina stöðu Íslands. Bent hefur verið á
að Jón vísar nánast aldrei beint til höfunda eða hugmyndastefna.42
En í Nýjum félagsritum leggur hann ítrekað áherslu á að greinar ríkis -
vísindanna séu nauðsynlegar til að stýra landinu sem best og þá
einkum „landstjórnarfræði (Politik), bústjórnarfræði (Oeconomie),
eink um þjóða og ríkja (Statsoeconomie), landaskipunarfræði o.s.frv.“43
Bækur „um landshag Íslands sjálfs í öllu tilliti (Statistik)“, sem og
„um stjórnarfræði allskonar (Politik), bæði í tilliti til landbúnaðar,
sjóferða og verzlunar, skattgjalda og annars þvílíks“, væru traustur
grundvöllur fyrir stjórn landsins.44 Hugtakanotkun Jóns er í fullu
samræmi við þýsk ríkisvísindi þess tíma.45 Jón vísaði einnig í „land -
stjórnarlistina“ sem líkast til var þýðing hans á ríkisvísindagreininni
Staatskunst.46
Þannig tók Jón undir grundvallarhugmynd ríkisvísindanna um
að stjórnmál og landstjórn ætti að byggja á fræðilegum rannsókn -
um. Jón hvatti aðra Íslendinga til að tileinka sér ríkisvísindi og sækja
menntun hjá Bergsøe við Kaupmannahafnarháskóla. Sveinn Skúla -
son lofaði Jón sem helsta brautryðjanda á sviði ríkisvísinda á
Íslandi.47 Þótt Jón hafi ekki tekið við stöðu forstöðumanns dönsku
ríkisfræðadeildarinnar má segja að hann hafi gegnt sambærilegu
hlutverki á Íslandi. Jón beitti sér fyrir því að koma á fót frekari inn-
lendum rannsóknum á sviði „ríkisfræða“, sem Sveinn kallaði einnig
„ríkislýsingu“, „ríkishagsfræði“ eða „Statistik“, með Skýrslum um
landshagi sem komu fyrst út árið 1858.48 Jón var ekki einn um að
farsældarríki jóns sigurðssonar 63
41 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands). Einkaskjalasöfn. E.10.19. Bréfasafn Jóns Sigurðs -
sonar. Reikningar og kvittanir.
42 Ingi Sigurðsson, Erlendir straumar og íslensk viðhorf, bls. 81.
43 Jón Sigurðsson, „Um alþíng“, Ný félagsrit 2 (1842), bls. 20.
44 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 109.
45 Sjá t.d. Lindenfeld, The Practical Imagination, bls. 111–138.
46 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 59.
47 Sveinn Skúlason, Lýsing Íslands á miðri 19. öld, bls. I–VI.
48 Skýrslur um landshagi á Íslandi I–V (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag
1858–1875).