Saga - 2019, Page 67
flokkadrættir sem myndi leiða til stjórnleysis og að „tilgángur stjórnar -
innar gleymist með öllu“. Þar sem var „fullkomin lýðstjórn“ voru
„flestir kraptar á hræríngu, og ekki fer hjá því að þar beri mest á fjöri
manna og framkvæmdir verði mestar“. En annmarki lýðstjórnar var
sá að „fæstir hafa vit eða tækifæri til að gá að stjórnarmálefnum, og
lenda þau í einstakra manna höndum, en þá er undir að eiga hvort
þeir menn eigi lokka alþýðu og gylla fyrir henni það sem miður fer,
en síðan lendi valdið hjá þeim er sízt skyldi“.51
Að dómi Jóns var því auðsætt „að þegar aflaga fer við hverja af
þessum stjórnarlögunum, þá kemur það af því, að allir kraptarnir
draga ekki jafnt tauminn eða ekki með eindrægni, heldur hugsar
hverr um sig og sitt en ekki um tilgáng stjórnarinnar eður gagn
þjóðarinnar“. Því væri markmið ríkisvísindanna „að hitta þá stjórnar -
lögun, sem bezt vekur og elur þjóðfjör … en forðar um leið við
skaðvænum flokkadráttum; hefir nóg vald til að koma fram lögum
og rétti, og hverju sem gott er, en þó svo temprað, að eigi megi það
verða til kúgunar, nóg frelsi og styrk til allra framkvæmda, en ein-
negi nóga nærfærni og forsjá til að koma því fram sem bezt má fara,
en kæfa hitt í tíma“. Slík stjórn væri vandfundin en „þó þykir sú
stjórnarlögun mega fara henni einna næst sem menn nú kalla þjóð -
stjórnar-einveldi“. Með þessu var vísað til stjórnarfars þar sem þjóð -
kjörið þing setur lög en konungur væri æðsti embættismaður þjóðar -
innar og mætti velja sér ráðgjafa sjálfur. Árið 1841 taldi Jón slíka
blandaða stjórn, sem nýtti helstu kosti einveldis og þjóðstjórn ar, best
tryggja einbeitt og kröftugt stjórnarvald sem gæti leitt þegnana til
framfara og stuðlað að almannaheill.52
Ríkisvísindi mótuðu gagnrýni Jóns á stjórn Dana á Íslandi gegn-
um aldirnar. Deyfð og framtaksleysi þjóðarinnar, sem og fátækt
landsins, var einkum gölluðum stjórnarformum um að kenna: „Það
er stjórnarlögunin og stjórnaraðferðin sem hefir skapað oss, einsog
þær skapa hverja þjóð“.53 Jón fjallaði sögulega um konungsstjórnir
Dana sem og íslenska þjóðveldið þar sem fyrri stjórnskipan var
metin eftir því hvernig hinn algildi tilgangur stjórnarinnar næði
fram að ganga. Kon ungsstjórnir og þjóðveldi hefðu ekki leitt til þess
að tilgangi ríkisins væri náð því ríkisvaldið var of veikt. Þannig
leystist þjóðveldið upp í stjórnleysi og óreglu vegna þess að „fram-
farsældarríki jóns sigurðssonar 65
51 Sama heimild, bls. 68–69.
52 Sama heimild, bls. 68, 70–71.
53 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 90.