Saga - 2019, Qupperneq 69
Til viðbótar við alþingisgreinar og umfjöllun um stjórnarhagi
landsins fjölluðu greinar Jóns og annarra greinarhöfunda í Nýjum
félagsritum, á borð við Jón Hjaltalín, Gísla Ólafsson, Guttorm Vigfús -
son og Jón Espólín, jafnan um hefðbundin landstjórnarefni í anda
ríkisfræða.60 Raunar lýsti Sveinn Skúlason Nýjum félagsritum sem
ríkisfræðariti í formála að þýðingu sinni á bók Bergsøes.61 Áhersla
var lögð á mikilvægi velferðarmála eins og menntunar og skóla -
mála, læknisskipana og sjúkdómavarna, og trúmál. Þá voru rædd
atvinnumálefni á borð við verslun, iðnað, jarðrækt, kvikfjárrækt og
fiskveiðar. Slíkar greinar hófust yfirleitt á lýsingu á bágbornu ástandi
í viðkomandi málum í gegnum árin og lagt var mat á framgang
konungsstjórnarinnar í þeim. Jón lagðist oftar en ekki í sögulega
greiningu á málaflokkum og sýndi fram á áhrif landstjórnarinnar á
þróun þeirra. Niðurstaðan var yfirleitt á þá leið að einveldisstjórnin
hefði vanrækt stjórnunarviðfangsefni sín eða að þjóðin hefði ekki
sýnt valdhöfum nægjanlegt aðhald. Loks útskýrði Jón jafnan mikil-
vægi málanna fyrir lesendum og hvatti almenning til að skrifa undir
bænaskrár til þess að hvetja konungstjórnina til aðgerða.62
Alþingi á Íslandi
Jón notaði stjórnunarmiðaða gagnrýni sína á einveldisstjórn Dana
til að styrkja málflutning sinn fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga.
Fræðimenn skauta yfirleitt yfir málflutning Jóns í fyrstu alþingis-
greinum hans á fimmta áratugnum. Jafnan er vísað til hans sem
praktískra raka eða hagkvæmnissjónarmiða án þess að fjalla nánar
farsældarríki jóns sigurðssonar 67
60 Jón Hjaltalín, „Um læknaskipun á Íslandi“, Ný félagsrit 4 (1844), bls. 28–106;
sami höf., „Um brennisteininn á Íslandi“, Ný félagsrit 11 (1851), bls. 106–131;
sami höf., „Fjögur bréf frá Íslandi“, Ný félagsrit 12 (1852), bls. 24–82; Gísli Ólafs -
son, „Um jarðyrkju“, Ný félagsrit 19 (1859), bls. 92–127; Guttormur Vigfússon,
„Um vatnsveitingar“, Ný félagsrit 13 (1853), bls. 163–174; sami höf., „Um kart-
öflurækt“, Ný félagsrit 13 (1853), bls. 175–182; Jón Espólín „Búnaður og bún -
aðarskólar í Noregi“, Ný félagsrit 11 (1851), bls. 64–101.
61 Sveinn Skúlason, Lýsing Íslands á miðri 19. öld, bls. I.
62 Sjá t.d. Jón Sigurðsson, „Um skóla á Íslandi“, Ný félagsrit 2 (1842) , bls. 67–167;
„Um blaðleysi og póstleysi á Íslandi“, Ný félagsrit 6 (1846), bls. 105–125; „Um
bændaskóla á Íslandi“, Ný félagsrit 9 (1849), bls. 86–101; „Um verzlun á
Íslandi“, Ný félagsrit 3 (1843), bls. 1–127; „Um jarðabætur“, Ný félagsrit 10
(1850), bls. 115–131; „Um jarðyrkju á Íslandi“, Ný félagsrit 9 (1849), bls. 102–
130.