Saga - 2019, Page 71
lagi væri Ísland mjög fjarlægt Danmörku sem og öðrum löndum.
Jón benti á að „þegar lönd liggja saman, eður mjög tíðar samgaung -
ur eru meðal þeirra, þá ber ekki mjög mikið á þó miðpúnktur stjórnar -
innar liggi eigi í hverju fylki“. En á Íslandi yrði „skaði sá, sem landið
hefir af því að eiga stjórn sína í fjærlægu landi, öldúngis ómetandi“.
Framkvæmdir sem mætti ráðast í og fullklára á einu eða tveimur
árum myndu standa yfir í fimm til tíu ár „því samgaungur vorar og
Danmörkur eru minni enn Englands og Indlands“. Skrifast þyrfti á
við fjarlæga fulltrúa árum saman áður en hrinda mætti augljósum
umbótamálum í framkvæmd.66
Í öðru lagi lagði Jón áherslu á mikilvægi þess að landstjórnin
sinnti þörfum þjóðarinnar og tæki mið af ásigkomulagi landsins.
Þarfir og ástand Íslands og Danmerkur væru hins vegar mjög ólík.
Löndin væru ekki aðeins með ólíkt landslag og loftslag heldur væru
þjóðirnar ólíkar „að flestu því sem þjóðir mega verða ólíkar að: Fyrst
er málið ólíkt, þar næst lunderni, þá atvinnuvegir, þá landssiðir“.
Eins var „skiptíngin á löndunum og embættunum ólík, eður stjórnar -
röð un in, og lögin og kunnátta hvorutveggju“. Af þessu leiddi „að
stjórn ar hættir hljóta að verða töluvert ólíkir í báðum löndunum, og
hvortugt má laga í öllu eptir öðru“. Danir kynnu, fyrir vankunnáttu
sakir, að fara afvega í stjórnun yfir Íslandi færu þeir einir fyrir henni.
Hagsmunum Íslands kynni að vera fórnað fyrir hagsmuni Dan -
merkur, til að mynda í verslun. Loks nefndi Jón ásigkomulag Dan -
merkur og afleiðingar þess fyrir Ísland. Napóleonsstyrjaldirnar hefðu
leitt í ljós að Danmörk væri ófær um að vernda Ísland og tryggja
aðflutninga á ófriðartímum. Það var því nauðsynlegt að hafa til
staðar innlendar landstjórnarstofnanir sem gætu tryggt vernd lífs og
eigna.67
Í þriðja lagi færði Jón þekkingarrök fyrir innlendu fulltrúaþingi.
Hlutverk hinna ráðgefandi fulltrúaþinga var ekki síst að gefa „kon-
úngi áreiðanlega vitneskju um allt það sem verða má þjóðinni til
nota“ til að geta hagað stjórn sinni eftir henni. Til þess að svo mætti
verða væri nauðsynlegt að þingið ætti sæti í landinu sjálfu. Jón benti
á að reynsla Íslands og annarra landa hefði leitt í ljós að því væri
einungis framgengt þegar þjóðir hugsuðu sjálfar um stjórn sína „og
sem flestir kraptar hafa verið á hræríngu“ til ráðagjörða um landsins
gagn og nauðsynjar. Ísland væri ein stærsta eyja í Norðurálfu en um
farsældarríki jóns sigurðssonar 69
66 Sama heimild, bls. 91–92.
67 Sama heimild, bls. 93–94.