Saga - 2019, Page 72
leið allra landa dreifbýlast og samgöngur í landinu sjálfu, sem og
milli þess og annarra landa, minni en víðast annars staðar. Af þessu
leiddi að margvíslegir búnaðarhættir og -reglur gætu verið ólíkar
milli landshluta. Einstakir menn, en Ísland gat fengið fjóra fulltrúa
mest á almennu þingi í Danmörku, gætu ekki „þekt svo nákvæm-
lega ásigkomulag og þarfir alls landsins eða mikils hluta þess, að
þeir geti lagt ráð á hversu haga skuli ýmsu, sem ákvarða þarf ná -
kvæm lega“. Jón hélt því fram að fulltrúar á stéttaþingunum í Hróars -
keldu frá öðrum umdæmum Danaveldis „þekktu ekki til Íslands og
játuðu því sjálfir að þeir gætu ekki metið málefni þess“. Konungur
gæti því ekki fengið áreiðanlega þekkingu, né Ísland hentug lög,
nema sett yrði fulltrúaþing á landinu sjálfu.68
Ekki þarf að koma á óvart að Jón skuli hafa stuðst við rök af þess-
um toga. Líklegt verður að teljast að menntuðum Dönum í stjórn sýslu
konungs og Kaupmannahafnarháskóla hafi þótt landstjórnarviðmið
Jóns sannfærandi. Málsmetandi Danir á borð við Lorentz Krieger
stiftamtmann, Frederik Holstein lénsgreifa og Jens Möller prófessor
höfðu raunar notað sambærileg fjarlægðar- og þekkingarrök áður í
umfjöllun um dönsku stéttaþingin á fjórða áratugnum og lagt til að
Ísland fengi sitt eigið þing. Jón tók greinilega mið af um fjöllun þeirra
en setti rökin fram í samhengi við hugtök ríkisvísindanna um tilgang
landstjórnarinnar.69 Tómas Sæmundsson, Fjölnis maður og prófastur,
setti fram aðra túlkun. Hann lagði áherslu á ólíkt þjóðerni Íslendinga
og Dana. Fulltrúaþing sem væri ekki þjóð legt yrði „þjóð vorri eins og
útlent og fjarstætt“. Alþingi yrði að eiga sér stað á Íslandi svo að
lands menn gætu „varðveitt þjóðerni sitt sem leíngst og mál sitt og
blæ fortímanna á háttum sínum og stjórnarefnum“.70
Hinar stjórnunarmiðuðu röksemdir Jóns voru rauður þráður í
málflutningi hans á fimmta áratug nítjándu aldar. Í ritgerð sinni
Hugvekja til Íslendinga árið 1848 notaði Jón tækifærið og yfirfærði ríkis -
vísirökin fyrir innlendu fulltrúaþingi á innlent framkvæmdarvald
og færði rök fyrir nauðsyn þess að landstjórnin sjálf væri að mestu
staðsett innan landsteinanna. Tilefni skrifanna voru byltingarnar
árið 1848 sem bárust til Danmerkur, eins og flestra annarra landa
Evrópu, og með þeim afleiðingum að Danakonungur neyddist til að
sveinn máni jóhannesson70
68 Sama heimild, bls. 91–95, 97–98.
69 Sama heimild, bls. 100–101.
70 Tómas Sæmundsson, „Alþíng“, Þrjár ritgjörðir (Kaupmannahöfn 1841), bls. 94,
74.