Saga - 2019, Page 73
afsala sér einveldi sínu. Jón benti á að við tæki þingbundin kon-
ungsstjórn þar sem konungur og ráðgjafar hans bæru fulla ábyrgð
gagnvart þjóðþinginu. Þetta hefði í för með sér víðtækar breytingar
á framkvæmdarvaldinu. Fyrri stjórnarráð yrðu lögð niður og nýir
ráðherrar, sem konungur veldi úr flokki þingmanna, myndu fara
með hverja grein stjórnarinnar, það er dómsmál, kirkju- og skóla -
mál, utanríkismál og nýlendustjórn. Markmið Jóns með Hugvekjunni
var að reifa mögulegar afleiðingar þessara víðtæku landstjórnar-
breytinga á Ísland og „hvernig fyrirkomulag á stjórn Íslands kynni
að verða“.71
Líklegast þótti Jóni að litið yrði á Ísland eins og hvert annað
hérað í Danaveldi. Íslendingar myndu senda fulltrúa á danska þjóð -
þingið og málefni Íslands, eins og annarra ríkishluta, myndu skipt -
ast meðal allra stjórnarherranna í ráðuneyti konungs. Jón hafnaði
slíku fyrirkomulagi á grundvelli stjórnunarmiðaðra röksemda. Það
yrði veik stjórn gagnvart Íslandi sem tæki hvorki mið af ásigkomu-
lagi landsins né hefði haldbæra þekkingu á því. Ekki aðeins yrðu
„vor mál útundan“ heldur mættu „endurbætur hjá oss … af gángi
og drægist opt úr hömlu“. Framför landsins myndi bera „óbætan -
legt tjón af því, að þeim sé skipt í sundur meðal margra danskra
stjórnarherra“: „Öll mál landsins kæmist þannig á tvist og bast“.
Málefnum Íslands yrði því „ekki stjórnað svo mjög eptir því sem
Íslandi er hagkvæmast, eins og eptir því hvernig öllu hagar til í
Danmörku“. „Fjarlægðin ein“ var nóg til að réttlæta innlenda land -
stjórn, en hagur landsins, framför og ásigkomulag gerði slíka stjórn
nauðsynlega.72
Því væri ómögulegt að stjórna Íslandi frá Kaupmannahöfn. Bág -
borið ástand Íslands kallaði á sterka landstjórn. „Þegar nú svo er
ástatt, eins og hjá oss er, að flest hin helztu málefni landsins liggja í
lama-sessi, og þurfa bráðra og gagngjörðra endurbóta og nákvæmr ar
tilsjónar“ þótti Jóni augljóst „að bæði þarf við hvort af þessum mál-
um að líta til ásigkomulags og nytsemdar landsins“ sem og að það
væri ekki nóg að fjarlægir stjórnarherrar hefðu umsjón með þeim „í
hjáverkum“. Af þeim sökum væri nauðsynlegt að stofna landstjórnar -
ráð á Íslandi sem bæri ábyrgð á allri innlendri stjórn en leitaði um
öll stórmæli úrskurðar konungs. Til þess að standa fyrir slíkum mál-
um var nauðsynlegt að hafa íslenskan mann sem hefði skrifstofu
farsældarríki jóns sigurðssonar 71
71 Jón Sigurðsson, „Hugvekja til Íslendinga“, Ný félagsrit 8 (1848), bls. 8.
72 Sama heimild, bls. 22, 9, 23.