Saga - 2019, Page 75
Alþingi skyldi fara fram í anda þjóðveldisins til forna. Tómas og
aðrir málsmetandi menn á borð við Bjarna Thorarensen vildu leggja
hina fornu alþingisskipan til grundvallar og halda Alþingi á Þing -
völlum. Tómas leitaði til þjóðernisröksemda í anda Herders og
Fichtes.77 Í ritgerð um málið árið 1841 lagði hann til Þingvelli vegna
þess að hinn forni alþingisstaður væri best til þess fallinn að vekja
föðurlandsást og blása Íslendingum þjóðaranda í brjóst. Alþingi yrði
„gleðifundur þjóðarinnar“ þar sem andi feðr anna kæmi yfir Íslend -
inga og legði þeim orð í munn. Skárra væri að hætta við en halda
Alþingi í Reykjavík eða annars staðar en á Þingvöllum.78
Sagnfræðingar hafa réttilega bent á að Jón svaraði þjóðernishug-
myndum Tómasar um staðsetningu Alþingis með nútímalegum
hugmyndum um ríkisvald en það hafa þeir gert án þess að rýna
nánar í þær.79 Ljóst má vera að Jón sótti þessar hugmyndir sínar til
ríkisvísindanna. Hann gagnrýndi Tómas fyrir að skilja ekki „rétti -
lega til hvors alþíng er“, „þau not þess sem til er ætlað” né „þess til-
gáng“. Þingstaðinn ætti að velja út frá því hvort hann stuðlaði að
eða tálmaði tilgangi stjórnarinnar. „Hugur og tilfinníngar“ kynnu að
mæla með Þingvöllum en „skynsemi og forsjálni með Reykjavík“.
Jón taldi að þingstaðurinn ætti að þjóna „landstjórnarmiði því (finis
politicus)“ að koma upp sterku ríkisvaldi á Íslandi. Til að byggja
upp slíkt ríkisvald þurfti vald þess að vera „concentrerað“ því að
„meðan aflið er lítið, þá þarf það að sameinast á einum stað, svo það
geti styrkst í sjálfu sér og síðan unnið að útbreiðslu þess sem gott er
og oss er þörf á, með meira afli, og samheldni og fylgni.“ Eins og Jón
benti á síðar var miðstýring nauðsynleg forsenda fyrir sterku ríkis-
valdi, enda væri „víst að hver stjórn verður kröptugri við concentra-
tion“.80 Alþingi ætti að vinna að því markmiði að koma upp „inn-
lendum stofn (eður Centrum)“ í stjórn, lærdómi, menntun og versl-
un sem yrði sá aðalstaður sem „öll framför landsins og mentan, sú
er sambýður þessari öld og hverri enna komandi, megi safnast á, og
útbreiðast þaðan og viðhaldast á Íslandi“. Reykjavík ein kæmi til
farsældarríki jóns sigurðssonar 73
77 Guðmundur Hálfdanason, „Tómas Sæmundsson — trú, sannleikur, föður-
land“, Saga XLV:2 (2007) bls. 45–70.
78 Tómas Sæmundsson, „Alþíng“, bls. 94, 74.
79 yfirleitt er litið svo á að hugmyndir Jóns um nútímaríkið hafi verið í anda frjáls -
lyndisstefnu. Sjá t.d. Guðmund Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið, bls. 126–130.
80 Bréf Jóns Sigurðssonar til Þórðar Jónassen 8. maí 1863, Bréf Jóns Sigurðssonar.
Úrval, bls. 659.