Saga - 2019, Síða 78
Þrátt fyrir vonbrigði þjóðfundarins lét Jón ekki deigan síga og
hrinti í framkvæmd afar metnaðarfullum ríkismótunaráformum,
einkum á sviði skrásetningar og þekkingarsöfnunar. Jón taldi að
Íslendingar hefðu „nóg frelsi til að taka okkur fram, og nóg efni til
að leggja á okkur skatt sjálfir“.90 Á árunum sem fóru í hönd hafði
Jón forgöngu fyrir umfangsmiklu rannsóknarátaki sem náði til auð -
linda og atvinnuhátta landsins, landsmanna sjálfra sem og land -
stjórnarmálefna á borð við lög, tilskipanir og reglugerðir. Skýrslur
um landshagi, Lovsamling for Island, Íslenzkt fornbréfasafn og Tíðindi um
stjórnarmálefni voru öll runnin undan rifjum Jóns sem ritstýrði og
hrinti útgáfu þeirra af stað innan Hins íslenska bókmenntafélags á
árunum eftir þjóðfund á kostnað dönsku landstjórnarinnar. Verkefni
þessi voru unnin í félagi við hóp samstarfs- og aðstoðarmanna í
Kaupmannahöfn á borð við Oddgeir Stephensen, Svein Skúlason,
Arnljót Ólafsson og Sigurð Hansen.91 Hinir þrír síðastnefndu lögðu
stund á háskólanám í nátengdum fræðum. Sem stjórndeildarforseti
var Oddgeir í góðri stöðu til að tryggja fjárstuðning dönsku stjórnar -
innar auk þess sem Jón nýtti sér óspart tengsl sín við Carl C. Rafn í
Fornfræðifélaginu og Wegener í leyndarskjalasafninu. Jón aðstoð aði
líka Björn Gunnlaugsson stærðfræðing við útgáfu á Íslandskorti á
árunum 1844–1849 en með kortinu var lagður grunnur að íslenskri
kortagerð fram á tuttugustu öld.92
Jón hafði sérstakan áhuga á þeirri grein ríkisvísindanna sem birt-
ist í Skýrslum um landshagi og laut að rannsóknum á auðlindum
landsins og högum landsmanna, það er „ríkisfræði eða ríkislýsing
(Statistik)“.93 Í skýrslunum var að finna afar víðfeðmar upplýsingar,
sveinn máni jóhannesson76
90 Bréf Jóns Sigurðssonar til K. Maurer 18. nóvember 1865, Bréf Jóns Sigurðssonar.
Úrval, bls. 205.
91 Oddgeir var einn af stofnendum Nýrra félagsrita og ritstýrði Lovsamling for Island
ásamt Jóni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvað Arnljótur lærði við Kaup manna -
hafnarháskóla því hann lauk ekki prófi. Líkt og Sveinn hefur Arnljótur líklegast
lagt stund á nám hjá Bergsøe við Kaupmannahafnarháskóla en þó einkum í
Statsekonomie og Statistik. Sigurður Hansen var nemi í verkfræði við sama skóla.
Þeir voru allir hluti af hópi mennta- og námsmanna sem voru reglu legir gestir
á heimili Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Kaup manna höfn á
þeim tíma. Leiðir Jóns og Arnljóts skildi skömmu síðar. Sjá: Páll Eggert Ólason,
Æviskrár I, bls. 80; Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson II, bls. 67.
92 Sjá t.d. E. J. Stardal, Forsetinn Jón Sigurðsson og upphaf sjálfstæðisbaráttunnar
(Reykja vík: Ísafoldaprentsmiðja 1981), bls. 73–79.
93 Sveinn Skúlason, Lýsing Íslands á miðri 19. öld, bls. XI.