Saga - 2019, Síða 79
til dæmis manntöl, búnaðarskýrslur, skýrslur presta um giftingar,
fæðingar og andlát, verslunarskýrslur, verðlagsskrár, skýrslur um
fjárhag landsins og embættismannatöl.94 Fjölnismennirnir Jónas
Hallgrímsson og Tómas Sæmundsson höfðu áður beitt sér fyrir
útgáfu slíkra skýrslna innan Hins íslenska bókmenntafélags sem Jón
sýndi ríkan áhuga. Þannig sendi félagið árið 1839 boðsbréf til sýslu-
manna og presta um að semja sóknarlýsingar og sýslulýsingar til
undirbúnings á nýrri og nákvæmri lýsingu á Íslandi en viðbrögðin
ollu vonbrigðum.95
Eins og áður kom fram lærði Jón ríkisfræði við Kaupmanna -
hafnar háskóla og aðstoðaði Adolph Frederik Bergsøe við ritun dönsku
ríkislýsingar hans.96 Í inngangi Sveins Skúlasonar að Ís landskafla
ritsins, sem hann þýddi árið 1853, kemur fram að skilningur hans á
ríkisfræðum var í takt við upprunalega merkingu hugtaksins enda
þýddi hann þýska orðið Statistik bókstaflega sem lýsing eða rann -
sókn á ríkinu („Stat-istik“). Ríkisfræðin lýstu því „frum öflum þeim,
sem ríkið er byggt á“. Var þar vísað til auðlinda lands ins, eða ásig-
komulags lands og jarðvegs, vinnuafls og fólksfjölda og iðnaðar,
verslunar og annarra atvinnuvega. Loks fjölluðu ríkisfræðin um allar
ríkisstofnanir „sem annaðhvort stuðla til þess eða tálma því, að vel-
megun og hagsæld ríkisins aukist, t.a.m. hvort stjórnin lætur sjer
annt um að koma upp landbúnaði, fiskiveiðum o.s.frv. … og að hve
miklu leyti stjórnin eflir menntun í landinu með skólum og háskól-
um, og hvernig hún annast um heilsufar manna með læknaskipun-
um, spítölum o.s.frv.“ Ef „ríkisvísin“ fjallaði um „hver æðsti til -
gangur ríkisins eigi að vera“, og „stjórnvísin“ um hvaða stjórnarform
og stjórnaraðferðir gætu best náð „tilgangi ríkisins“ þá var hlutverk
ríkisfræðanna að leggja mat á „að hve miklu leyti þessum tilgangi sje
náð á vissum tilteknum tíma“. Í því voru ríkinu engin „smáatvik“
óviðkomandi og útsendarar þess vísir til „að skyggnast inn í baðstof-
una og gæta að, hvernig rekkjum er skipað“.90
yfirleitt er fjallað um þekkingarsöfnun Jóns sem sérstök vísinda-
störf eða sem tæki í baráttunni fyrir auknu þjóðfrelsi Íslendinga. Jón
farsældarríki jóns sigurðssonar 77
94 Skýrslur um landshagi á Íslandi I–V.
95 Jón skrifaði undir boðsbréfið, meðal annarra. Sjá: Jón Sigurðsson, Hið íslenzka
bókmenntafélag. Stofnan félagsins og athafnir um fyrstu fimmtíu árin 1816–1866
(Kaupmannahöfn, 1867), bls. 80–86.
96 Sveinn Skúlason, Lýsing Íslands á miðri 19. öld, bls. I–III.
97 Sama heimild, bls. XII–XV.