Saga - 2019, Síða 80
hafi þannig lagt rækt við þjóðlegan áhuga sinn á sögu landsins eða
leitað að rökum til að nota í baráttunni við Dani.98 En af framan-
sögðu má ráða að þekkingarsöfnun Jóns hafi frekar tekið mið af
ríkis mótun. Jón leit svo á að þekkingarsöfnun og ríkisþróun væru
nátengd, en skrásetning þjónaði því markmiði að greiða fyrir og
skapa grundvöll fyrir skilvirkri stjórnun. Danska konungstjórnin
hafði vanrækt að afla sér nauðsynlegrar þekkingar til að stýra land-
inu og því höfðu „sjálf stjórnarráðin tíðum og einatt vaðið reyk“.99
Segja má að útgáfa Jóns á skýrslum, heimildasöfnum og kortum séu
dæmi um það sem mannfræðingurinn James C. Scott hefur kallað
legibility og vísar til stjórnvaldsathafna sem hafa það að marki að ná
greiðari stjórn á landsmönnum og öðlast skýra yfirsýn yfir aðstæður
þeirra, landstjórnendum í valdamiðjunni til hægðarauka.100 Þannig
var ríkisvaldinu nauðsynlegt að hafa á reiðum höndum auðskildar
og markvissar upplýsingar um „gáfur og ásigkomulag sérhvers
manns í þjóðinni“ til þess að tryggja „að afl sérhvers komi fram sem
bezt má verða“.101 Að dómi Sveins Skúlasonar var „ekkert stjórn-
vitringnum nauðsynlegra en að þekkja nákvæmlega ríkið, sem hann
á að stjórna“.102
Rannsóknarviðleitni Jóns í Skýrslum um landshagi var mjög svo í
takti við alþjóðlega þróun á árunum eftir 1848. Fræðimenn hafa
raunar bent á að slík þekkingarsöfnun hafi verið lykileinkenni nú -
tíma legrar ríkismótunar.103 Sagnfræðingurinn Christopher Clark
hefur nýlega bent á að ríkismótun í Evrópu á áratugnum sem sigldi
í kjölfar byltinganna árið 1848 hafi einkennst af praktískri umbóta -
viðleitni þar sem áhersla var lögð á opinbera upplýsingasöfnun (til
dæmis manntöl og haglýsingar), eflingu sérfræðiþekkingar inn an
stjórnsýslustofnana og fjárfestingu í innviðum á borð við sam göng ur
sveinn máni jóhannesson78
98 Sjá t.d.: E. J. Stardal, Forsetinn Jón Sigurðsson og upphaf sjálfstæðisbaráttunnar,
bls. 73–79; Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson I–II; Guðjón Friðriksson, Jón
Sigurðsson I.
99 Jón Sigurðsson, „Um stjórnarhagi Íslands“, Ný félagsrit 9 (1849), bls. 9–10.
100 James C. Scott, Seeing Like a State: How Certain Schemes to Improve the Human
Condition Have Failed (New Haven: yale University Press 1998).
101 Jón Sigurðsson, „Um alþíng á Íslandi“, Ný félagsrit 1 (1841), bls. 69.
102 Sveinn Skúlason, Lýsing Íslands á miðri 19. öld, bls. XV.
103 Sjá t.d. Edward Higgs, The Information State in England: The Central Collection
of Information on Citizens since 1500 (Basingstoke: Macmillan 2004); Bruce
Curtis, The Politics of Population: State Formation, Statistics, and the Census of
Canada, 1840–1875 (Toronto: University of Toronto Press 2002).