Saga - 2019, Síða 82
á þróun stjórnmála á Íslandi. Bent hefur verið á að Jón og aðrir þjóð -
ernissinnar hafi kallað eftir nútímalegu ríkisvaldi.108 Líkt og í ná -
granna löndunum settu ólíkar hugmyndir um gerð, stöðu og upp-
byggingu nútímaríkisins mark sitt á íslenska stjórnmálaumræðu á
nítjándu öld. Þátttakendur skipuðu sér ekki síður í flokka eftir af -
stöðu sinni til ríkisvaldsins: hvort auka ætti miðstýringu eða vald -
dreifingu, hvar ríkisstofnanir ættu að vera staðsettar og hversu miklar
kröfur ríkisvaldið ætti að gera til landsmanna og upp að hvaða marki
ríkið mætti segja þeim fyrir verkum. Stuðningsmenn mið stýrðs
ríkis valds, eins og Jón, brutu heilann um tilgang og eðli valds og
hvernig væri best að efla, samþjappa og beita því gagnvart þegnun-
um. Nýjar átakalínur komu fram í deilumálum á borð við neitunar-
vald konungs, svo sem hvort það ætti að vera algjört eða frestandi,
og hvaða hópar eða stéttir ættu rétt til að taka þátt í landstjórnun og
stjórnmálum.109 Íslendingar ræddu ríkisþróun í aðdraganda þjóð -
fundarins og þá var röksemda og hugtaka leitað víðar en til Her -
ders, Fichtes og Adams Smith. Hér hafa verið færð rök fyrir því að
málflutningur Jóns Sigurðssonar á upphafsárum íslenskra nútíma-
stjórnmála hafi verið undir miklum áhrifum hugmynda þýskra og
danskra ríkisvísinda um ríkisvaldið. Ekki er ólíklegt að þeirra hafi
gætt víðar.110 Sú staðreynd að ekki hefur verið fjallað áður um ríkis-
vísindin vekur þannig upp nýjar spurningar um áhrif annarra hug-
myndastrauma á íslensk stjórnmál. Sagnfræðingar hafa til að mynda
lengi bent á mikilvægi nýklassískrar þjóðræðishyggju í Evrópu,
Bandaríkjunum og víðar fram eftir nítjándu öld án þess að áhrifa
þess hafi gætt að marki í íslenskri sagnaritun. Rannsóknir á ríkis -
þróun á Íslandi á nítjándu öld gætu því notið góðs af sögu stjórn-
málahugmynda og annarra menningarstrauma sem hafa rutt sér til
rúms í alþjóðlegri sagnaritun á undanförnum áratugum.
sveinn máni jóhannesson80
108 Guðmundur Hálfdanarson, „Kemur sýslumanni [það] nokkuð við …?“, bls.
7–31; Birgir Hermannsson, Understanding Nationalism, bls. 115–135.
109 Afar sterkar skoðanir voru uppi um neitunarvald konungs. Sjá t.d. Undir -
búningsblað undir þjóðfundinn að sumri 1851 I–VI (1850–1851), bls. 1–43.
110 Vinur og samstarfsmaður Jóns, Gísli Brynjúlfsson, lagði að eigin sögn stund
á „stjórnarfræði“, „kameralistik“, og hlýddi á fyrirlestra um „bústjórn landa“
eða „ríkja“ við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1848–1849 og þótti
„skemmti legt og fróðlegt“. Sjá: Gísli Brynjúlfsson, Dagbók í Höfn (Reykjavík,
1952), bls. 270.