Saga - 2019, Blaðsíða 85
þorsteinn vilhjálmsson
Kaupstaðasótt og freyjufár
Orðræða um kynheilbrigði og kynsjúkdóma í
Reykjavík 1886–1940
Undir lok nítjándu aldar vöknuðu miklar áhyggjur og umræða um
flutning kvenna frá sveitum til kaupstaða og allra helst til Reykjavíkur.
Var þetta kallað „kaupstaðasótt“. Umræðan snerist ekki síst um kyn-
ferðislega hegðun þessara kaupstaðakvenna sem var talin einkennast
af almennu lauslæti og jafnvel vændi með erlendum mönnum. Þetta
var talið ýta undir kynsjúkdómasmit og vera þar með ógn við heil brigði
þjóðarinnar. Læknar blönduðu sér í málið með fordæmandi orðræðu
sem beindist ekki síst að þessum konum. Í þessari grein er fjallað um
orðræðu lækna, skólapilta og götublaða um kynheilbrigði í Reykjavík
frá því seint á nítjándu öld fram að hernámi og hún sett í samhengi við
rannsóknir á sögu kynverundar á Vesturlöndum á þessu tímabili.
Þann 9. september 1894 birtist grein í blaðinu Ísafold undir dulnefn-
inu „Áki“.1 Greinin bar nafn sem átti eftir að verða fleygt í umræð -
unni en það var „Kaupstaðasótt“.2 Í henni lýsti Áki því sem hann
taldi mikinn vanda í íslensku þjóðlífi: „Í augum sumra kvenna eru
kaupstaðirnir, einkum Reykjavík, … fyrirheitna landið, sem flýtur í
mjólk og hunangi og þar sem smjör drýpur af hverjum kvisti.“3
Vissulega var einhver innistæða fyrir orðum Áka því á seinni hluta
nítjándu aldar flykktust konur til Reykjavíkur úr sveitum. Reykjavík
Saga LVII:2 (2019), bls. 83–116.
1 Þessi grein er hluti af rannsóknarverkefni sem var styrkt af Starfslaunasjóði sjálf-
stætt starfandi fræðimanna hjá RANNÍS (styrknr. 18959-0011). Hlutar greinar innar
voru kynntir í fyrirlestri mínum á Hugvísindaþingi 2019 sem kallaðist „Freyju fár.
Getnaðarvarnir, kynsjúkdómar og öðrun í Reykjavík um aldamótin 1900.“
2 Þetta hugtak var notað áfram hjá Þórhalli Bjarnarsyni, „Ferð um Snæfellsnes og
Dalasýslu sumarið 1902“, Búnaðarrit 17 (1903), bls. 1–24, 97–126, hér bls. 24;
Einari Hjörleifssyni, „Enn um búnaðarskólamálið“, Norðurland 3:40 (1904), bls.
157–158; Sigurði Þórólfssyni, „Sameinaðir stöndum vér — sundraðir föllum
vér“, Plógur 7:1 (1905), bls. 3–5; Höldi, „Kaupstaðasótt“, Vestri 5:4 (1905), bls. 13–
14; J.M., „Ókostir kaupstaðalífsins“, Ísafold 28. mars 1908, bls. 49.
3 Áki, „Kaupstaðasótt“, Ísafold 19. september 1894, bls. 245.
Þorsteinn Vilhjálmsson, thv10@hi.is