Saga - 2019, Side 86
var á þessum tíma kvennabær mikill þar sem konur höfðu lengi
verið meirihluti íbúa og fjölgaði stöðugt.4 Í Reykjavík sóttust kon-
urnar að sögn Áka eftir skemmtanalífi og slúðri, en allra helst ást -
um. Áki lagði áherslu á hin óvenju fjölbreyttu tækifæri kvenna í
bænum þegar kom að makavali.5 Í Reykjavík
er „allt, sem auga mannlegt kætir“; þar er latínuskóli, læknaskóli og
prestaskóli, kaupmenn, verzlunarþjónar og skrifarar, kennarar, mála-
færslumenn og kandídatar í öllum vísindagreinum … það má ekki lá
ungu stúlkunum stórum, þótt þær fýsi á þangað eða þótt þær langi til
að „prófa lukkuna“ og reyna, hvort þeim auðnast ekki að draga ein-
hvern happadrátt að borði! … Reykjavík hefir mikið og töfrandi
aðdráttarafl; hún seiðir að sjer unga og gamla.6
Í orðræðu Áka og annarra sem skrifuðu um málið í blöðin er kaup -
staðasóttin „sótt“ á tvo vegu. Í fyrsta lagi sækja konurnar í kaup -
staðinn en sömuleiðis er þetta sóttveiki, „nokkurs konar andleg inflú-
enza, þessi ástríða hjá mörgum manni, að komast í kaupstað, eink -
um í Reykjavík“.7 Afleiðing þessarar „sóttar“ var myndun nýs þjóð -
félagshóps ógiftra vinnukvenna í Reykjavík, hóps sem var ólíkur
nokkru því sem íslenskt bændasamfélag hafði áður þekkt.8 Þessi
nýbreytni hafði áhrif, bæði í bænum og utan hans, og olli mörg um
áhyggjum eins og grein „Áka“ og fjölmargar aðrar frá sama tíma
bera með sér.9
þorsteinn vilhjálmsson84
4 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870–1940 I (Reykjavík:
Iðunn 1991), bls. 69–84; Ólöf Garðarsdóttir, „Þáttur kvenna í flutningum til
sjávar síðunnar við upphaf þéttbýlismyndunar á Íslandi“, Rannsóknir í félagsvís-
indum II. Erindi flutt á ráðstefnu í febrúar 1997 (Reykjavík: Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands o.fl. 1998), bls. 243‒252.
5 Áki, „Kaupstaðasótt“, bls. 245. Svipaða lýsingu má finna hjá Bríeti Bjarnhéðins -
dóttur, Sveitalífið og Reykjavíkrlífið. Fyrirlestr (Reykjavík: Félagsprentsmiðjan
1894), bls. 25–48.
6 Áki, „Kaupstaðasótt“, bls. 245.
7 Sama heimild. Þetta má bera saman við sókn ógiftra kvenna til Vesturheims á
sama tíma. Sjá Sigríði Matthíasdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, „Auðmagn sem
erfist og kynslóðir vesturfarakvenna. Athafnasemi og þverþjóðleiki“, Saga 56:1
(2018), bls. 182–212.
8 Um hið nýja borgaralíf sem var að myndast í Reykjavík á þessum tíma, sjá Írisi
Ellenberger, „Að klæða af sér sveitamennskuna og þorparasvipinn. Hreyfanleiki
og átök menningar í Reykjavík 1890–1920“, Saga 56:2 (2018), bls. 19–56.
9 Sjá t.d. „Lauslætið í Reykjavík,“ Elding 10. febrúar 1901; Guðmund Friðjónsson,
„Áhyggjuefni“, Ísafold 16. febrúar 1907, bls. 34. Almennt um þessa umræðu, sjá