Saga - 2019, Page 88
Þessi grein er þannig framlag til rannsókna á sögu kynverundar
(e. history of sexuality) á Íslandi en erlendis hafa slíkar rannsóknir
einkum beinst að því hvernig ris nútímaþjóðríkisins olli víðtækum
breytingum á hugsun og orðræðu um kynlíf og kynferði.12 Rann -
sóknir á sögu kynverundar eru tiltölulega nýjar af nálinni á Íslandi
en undanfarin ár hefur þó komið út nokkur fjöldi greina og bóka
um efnið.13 Almennt má segja að þessar rannsóknir miði að því að
byggja upp mynd af hugmyndum og orðræðu Íslendinga um kynlíf
og kynferði, sem voru og eru síkvikar og hverfular og sem slíkar
ávallt túlkanlegar út frá sögulegu samhengi íslensks samfélags og
erlendra áhrifa hverju sinni. Þessi grein mun einnig beita slíkri orð -
ræðugreiningu.
Á rannsóknartímabilinu, frá því skömmu fyrir aldamótin 1900
fram að hernámi, var yfirleitt varlega talað um kynlíf á opinberum
vettvangi.14 Heimildir fyrir rannsóknum á sögu kynverundar á
þessu tímabili eru því ekki endilega auðfundnar. Þó eru vissulega
einhverjar til og falla þær sem hér eru nýttar í þrjá meginflokka: Í
fyrsta lagi skrif skólapilta í Lærða skólanum fyrir hver annan á sein-
ustu 15 árum nítjándu aldar, en þeir skrásettu ýmislegt um bæjar -
lífið sem aðrir forðuðust að færa í letur. Í öðru lagi opinber eða hálf-
þorsteinn vilhjálmsson86
12 Sjá t.d. Robert M. Buffington, „Introduction“, A Global History of Sexuality. The
Modern Era. Ritstj. Robert M. Buffington, Eithne Luibhéid & Donna J. Guy
(Malden, MA: Wiley-Blackwell 2014), bls. 1–15, einkum bls. 6.
13 Sjá t.d. Sigríði Matthíasdóttur, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald
á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004); Vilhelm Vilhelmsson,
„Lauslætið í Reykjavík“; Þorgerði H. Þorvaldsdóttur, „Af fegurðardísum,
ástandskonum og fjallkonum. Lesið í táknmyndir hins kvenlega í íslensku
menningarumhverfi“, Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagn -
fræðingi. Ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands
2001), bls. 493–506; Pálma Gaut Sverrisson, „Kynverund og sagnfræði?“, Sagnir
28 (2008), bls. 37–41; Írisi Ellenberger, „Lesbía verður til. Félagið Íslensk-
lesbíska og skörun kynhneigðar og kyngervis í réttindabaráttu á níunda áratug
20. aldar“, Saga 54:2 (2016), bls. 7–53; Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin
sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi, ritstj. Íris Ellenberger, Ásta Kristín Bene -
diktsdóttir & Hafdís Erla Hafsteinsdóttir (Reykjavík: Sögufélag 2017); Kristínu
Svövu Tómasdóttur, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar
(Reykjavík: Sögufélag 2018); Þorstein Vilhjálmsson, „„Að hafa svo mikið upp
úr lífinu sem auðið er.“ Ólafur Davíðsson og hinsegin rými í Lærða skólanum
á nítjándu öld“, Saga 56:1 (2018), bls. 49–79.
14 Sjá þó þær umræður sem eru raktar hjá Vilhelm Vilhelmssyni, „Lauslætið í
Reykjavík“.