Saga - 2019, Side 90
Sjúkdómurinn var gjarnan rakinn til útlendinga, eins og sjálft nafnið
sem Íslendingar notuðu lengst af ber með sér: Fransós. Þetta nafn
tóku Íslendingar upp frá Dönum, sem fengu það frá Þjóðverjum.
Þeir kenndu nágrönnum sínum og andstæðingum í mörgu stríðinu,
Frökkum, um sjúkdóminn og sama gerðu Englendingar. Frakkar
kölluðu hann hins vegar jafnan Napólí-meinið (fr. mal de Naples) en
fyrst varð vart við farsóttina í herför Frakka í gegnum Ítalíu undir
blálok fimmtándu aldar. Rússar kenndu sóttina við Pólverja, Hol -
lendingar við Spán, Japanir við Portúgali. Segja má að hver þjóð hafi
fundið sér árennilegan skotspón fyrir veikina sem alltaf tilheyrði
útlendum andstæðingum, „hinum“ en ekki „okkur“.17
Sama var við lýði á Íslandi fram eftir nítjándu öldinni og var
erlendum sjómönnum, oft frönskum, kennt um sjúkdóminn þá
sjald an sem hann kom upp.18 Fyrst finnast heimildir fyrir því að
sýfilissjúklingur hafi hlotið meðferð á sjúkrahúsinu í Reykjavík árið
1870.19 Fimm árum síðar voru stjórnvöld hvött til „að sporna við, að
franzós komist í land með frakkneskum fiskimönnum og útbreiðist
þar“. Lagt var til „að tálma skuli óþarfa samgöngum milli lands-
manna og útlendra fiskimanna, svo sem unnt er, einkum með því,
að leggja bann á, að innlent kvennfólk fari út á fiskiskipin, og að
Íslendingar yfirhöfuð taki við fiskimönnum í hýbýli sín“.20 Sóttin
var þannig talin berast að utan og til kvenna ef ekki var upp á þær
þorsteinn vilhjálmsson88
hluta nítjándu aldar, sjá Guðbjörgu Jónatansdóttur, „Kynsjúkdómafaraldur í
Húnavatnssýslu 1824–1825“, Sagnir 13 (1992), bls. 74–81 og Davíð Loga Sig -
urðsson, „Eitraði Ólafur. Ævi og afrek Ólafs Loftssonar“, Sagnir 15 (1994), bls.
70–79.
17 Claude Quétel, History of Syphilis. Þýð. Judith Braddock og Brian Pike (Cam -
bridge: Polity Press 2000), bls. 16.
18 Sjá t.d. Guðmund Hannesson, Samræðissjúkdómar, bls. 4; Steingrím Matthías -
son, Freyjukettir og freyjufár (Reykjavík: Bókaverzlun Guðmundar Gamalíels -
sonar 1917), bls. 16, og umfjöllun síðar í greininni.
19 „Bréf dómsmálastjórnarinnar til stiptamtmannsins yfir Íslandi, um borgun
fyrir lækningu á franzós.“ Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands, 2. árg. (1870) II, bls.
531. Áður, árið 1756, hafði Bjarni Pálsson landlæknir látið einangra sýfilis-
smitaða starfsmenn Innréttinganna á Bessastöðum til lækninga. Sjá Vilmund
Jónsson, Lækningar og saga. Tíu ritgerðir I (Reykjavík: Menningarsjóður 1969),
bls. 198.
20 „Bréf dómsmálastjórnarinnar til amtmannsins yfir norður- og austur-umdæm-
inu, um mótvarnir gegn franzós.“ Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands, 3. árg.
(1875) III, bls. 1.