Saga - 2019, Side 91
passað. Þetta átti eftir að verða gegnumgangandi þema í íslenskri
umræðu um sýfilis.
Íslendingar þóttust tiltölulega lausir við sjúkdóminn — sérstak-
lega miðað við meginlandsþjóðir — fram eftir nítjándu öld eða til
ársins 1896 þegar læknar töldu að sýfilis hefði fyrst „fest rætur“ á
Íslandi með því að Íslendingur sýktist af Íslendingi.21 Maggi Júlíus -
son Magnús læknir,22 sem var einn sá fyrsti til að skrifa um sögu
kynsjúkdóma á Íslandi, skrifaði árið 1915 að „[þ]ví var lengi haldið
fram, og er jafnvel talið órannsakað í nýjustu kennslubókum, hvort
Íslendingar ekki væru ónæmir fyrir syfilis, því það hefur ætíð verið
kunnugt, að hann hefir ekki legið hér í landi“.23 Árið 1933 skrifaði
annar læknir, Hannes Guðmundsson, að „svo virðist sem þjóðir, er
norðarlega búa, hafi meira mótstöðuafl gegn sjúkdómnum [sýfilis]
en suðurlandabúar“.24 Þessi hugmynd sumra Íslendinga um ónæmi
landsmanna fyrir þessum skæða sjúkdómi hlaut þó áfall árið 1894,
sama ár og „Áki“ skrifaði um kaupstaðasóttina. Þá ferðaðist dansk -
ur læknir, dr. Edvard Ehlers, um landið til að rannsaka holdsveiki
en hafði einnig augun opin fyrir sýfilistilfellum. Hann skrifaði sama
ár greinaröð um heimsóknina í tímaritið Ugeskrift for Læger. Í einni
greinanna réðst hann á hugmyndina um sýfilisleysi Íslendinga.
Íslendingar héldu því fram, skrifaði Ehlers, að sýfilisleysi þjóðarinn-
ar í samanburði við aðrar stafaði af því að íslenskar konur stunduðu
ekki vændi („prostituerede sig“) með erlendum sjómönnum. Gegn
því tefldi Ehlers frásögn af heimsókn sinni til Þingeyrar við Dýra -
fjörð, þar sem var hvalveiðistöð og mikill samgangur milli íbúa
og erlendra sjómanna. Sagði Ehlers að þarna væru tvö hús nefnd
„nunnu klaustrið“ og „hóruhúsið“ með sýfilissýktum íbúum auk
kaupstaðasótt og freyjufár 89
21 Guðmundur Hannesson, Samræðissjúkdómar, bls. 1; M. Júl. Magnús, „Um
varnir gegn kynsjúkdómum“, Læknablaðið 1:3 (1915), bls. 33–40, hér bls. 35.
Erfitt er að taka afstöðu til þess hvort þessi skoðun læknanna hafi verið rétt eða
ekki, enda rökstyðja þeir hana ekki. Þó er greinilegt að ótti við kynsjúkdóma
fer stigvaxandi frá 1896 eins og rakið verður síðar í greininni.
22 Það er vert að taka fram að Maggi raunverulega hét þessu óvenjulega nafni;
sjá: Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 V,
T–Ö (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1952), bls. 433–434.
23 M. Júl. Magnús, „Um varnir gegn kynsjúkdómum“, bls. 34.
24 Hannes Guðmundsson, „Holdsveiki nútímans. Syfilis hér og erlendis“, Eim -
reiðin 36:4 (1930), bls. 321. Sjá einnig Ehlers í næstu nmgr.