Saga - 2019, Page 92
þess sem hvorki fleiri né færri en tvö lausaleiksbörn með erlent yfir-
bragð hlypu um göturnar.25
Viðbrögðin voru hörð þegar þýðing á grein Ehlers barst til
landsins. Ráðist var á lækninn og íslenskan heimildarmann hans í
ræðu og riti fyrir að kenna landsmenn við slíkan ósóma.26 Í kjölfar
greinarinnar jókst mjög ótti og umræða um sýfilis á Íslandi — sér-
staklega í Reykjavík. Í bréfi sem Benedikt Gröndal skrifaði árið eftir,
1895, minnist hann á að þar hafi nýlega komið „upp svo feykilegt
franzóstal, að allir urðu dauðhræddir, kjaftatólin voru öll á þönum,
og meðal annars sagt að allur skólinn ætti að mæta á spítalanum til
að skoðast af læknunum. Hvort þetta hefur verið nokkurskonar
eitra frá Dýrafjarðarhistoríunni, veit jeg ekki“.27 Með skólanum er
átt við Lærða skólann í Reykjavík sem Benedikt hafði áður kennt
við.
Þótt Benedikt segi að ekkert hafi orðið úr sýfilisóttanum í það
skiptið þá kann engu að síður að hafa verið ástæða fyrir þessum
áhyggjum af kynheilbrigði skólapilta. Vísbendingar um það má
finna í hinum svokölluðu Árbókum Lærða skólans. Þessar bækur
eru eins konar óopinber saga skólans frá sjónarhorni nemenda.28
Þrír skólapiltar tóku þessa sagnaritun upp hjá sjálfum sér árið 1874
og völdu sér svo þrjá eftirmenn þegar útskrift þeirra nálgaðist.
Þannig héldu Árbókaskrif áfram samfleytt til ársins 1902 og voru
svo endurvakin 1912–1914. Í bókunum tiltóku ritnefndarmeðlimir
hverju sinni það helsta sem hafði gerst á skólaárinu að þeirra mati.
Til gangurinn var að varðveita gjörðir skólapilta, annars vegar fyrir
ritnefndarmeðlimina sjálfa þegar þeir væru orðnir „rosknir og
ráðnir og giptir embættismenn“ en hins vegar fyrir framtíðarkyn -
þorsteinn vilhjálmsson90
25 Edvard Ehlers, „Syfilis og Dementia paralytica paa Island“, Ugeskrift for Læger
41 (1894), bls. 957–963, 1095–1099, 1117–1120. Sérprent af greininni má finna á
Landsbókasafni.
26 Þýðingin finnst í „Dr. Ehlers og siðferðið á Íslandi.“ Þjóðviljinn ungi 22. janúar
1895, bls. 43. Um viðbrögðin, sjá J.H. „Þá sæju þeir sjón, sem loddi í minni.“
Tíminn sunnudagsblað 26. ágúst 1962, bls. 604–606, 622. Heimildamaður Ehlers
var Sigurður Magnússon læknir, sem síðar mun koma við sögu í greininni.
Hann skrifaði um þetta frá sinni hlið í Sigurður Magnússon, Æviminningar
læknis. Útg. Hannes Pétursson (Reykjavík: Iðunn 1985), bls. 82–84.
27 „Brjef frá Benedikt skáldi Sveinbjarnarsyni Gröndal til Þorsteins heitins
Jónssonar læknis í Vestmannaeyjum“, Óðinn 15:9 (1919), bls. 69–72, hér bls. 70.
28 Ég vil þakka Braga Þorgrími Ólafssyni og Kristínu Svövu Tómasdóttur fyrir
að benda mér á þessa stórmerku heimild.