Saga - 2019, Side 94
Magnússyni, síðar lækni, sem átti að hafa sagst „brúk[a] þjónustuna
alveg eins og brókina sína“ og eru nefndar tvær griðkonur sem
hann átti vingott við, „Steinka í Steinhúsinu“ og „Þóra á Hliði“, köll -
uð „hjartadrottningin“. Sú síðarnefnda er sögð „alræmd skækja“ og
á sömuleiðis að hafa selt Gesti Pálssyni Verðandamanni vændi, en
þeir Sigurður voru drykkjufélagar.33
En hvaða form tók þetta meinta vændi á sig? Í Árbók skólaársins
1889–1890 er sagt frá orðrómi þess efnis að skólapilturinn Friðrik
Hallgrímsson, sonur Hallgríms Sveinssonar biskups, hafi greitt
griðkonu, sem aðeins er nefnd „Lauga syndlausa“, fyrir kynlíf með
úri sínu. Biskupinn hafi saknað úrsins, neytt alla söguna upp úr
Friðriki og heimt úrið til baka frá Laugu. Hún átti síðan að hafa ýjað
að því við annað fólk að hún bæri barnabarn biskups undir belti. Í
sögusögninni — hvort sem hún er sönn eða ekki — má sjá áhyggjur
af því ástandi sem var orðið til í Reykjavík. Alþýðukonan og bisk-
upssonurinn bjuggu ekki aðeins í mikilli nánd og gátu stundað
forboðið kynlíf heldur hlaut það að gerast nánast fyrir allra augum
í þéttbýlinu með alvarlegum afleiðingum fyrir orðspor biskups -
sonar og jafnvel biskupsins sjálfs. Gefið er í skyn að Lauga hafi reynt
að taka sér valdastöðu gagnvart hinu æðra yfirvaldi sem hún hafði
hér komist í tæri við. Ekki bara á hún að hafa talað hortuglega við
biskupinn þegar hann heimti aftur úrið heldur „frjettist … að
„Lauga“ hefði verið með úrið inni í laugum, og verið að hrósa sjer af
því, að biskupssonurinn ætti nú þetta úr; eins hafi hún opt, er hún
var í vinnu á eyrinni, sagt um leið og hún strauk magann, að bisk.
sonurinn ætti nú þetta, sem þarna lægi!“.34 Lauga á þannig að hafa
sótt sér stuðning til annarra alþýðukvenna bæjarins og breitt út sög-
una meðal þeirra sem ekki máttu heyra hana.
Fleiri dæmi um kynferðisleg sambönd skólapilta og „griðka“
mætti taka úr Árbókunum35 en löng færsla um skólaárið 1899–1900
þorsteinn vilhjálmsson92
sögulegu ljósi þar sem orðið var oft notað einfaldlega yfir kynlíf milli stétta og
utan hjónabands. Sjá t.d. Jeffrey Weeks, Sex, Politics and Society. The Regulation
of Sexuality since 1800 (London: Routledge 3 útg. 2012), bls. 27–46, 71–118.
33 ÞÍ. Menntaskólinn í Reykjavík 1930–0. A/1. Árbækur Lærða skólans 1874–
1887. III. bindi (1886–1887), bls. 154–159.
34 ÞÍ. Menntaskólinn í Reykjavík 1930–0. A/2. Árbækur Lærða skólans 1887–
1895. IV. bindi (1889–1890), bls. 128–131.
35 Sjá t.d. ÞÍ. Menntaskólinn í Reykjavík 1930–0. A/1. Árbækur Lærða skólans
1874–1887. I. bindi (1873–1874), bls. 7; II. bindi (1878–1879), bls. 46–48; III. bindi
(1883–1884), bls. 46.