Saga - 2019, Síða 96
aðeins að koma í veg fyrir getnað. Fljótlega eftir að hann gekk í skól-
ann á hann að hafa kynnst „einhverri hinni alræmdustu portkonu
bæjarins, Karenu nokkurri Jespersen. Notuðu útlenskir sjódónar
vændiskvendi þetta og lék orð á því, að hún væri miður þokkaleg
milli læra. En því ollu hlífarnar, að [Wendel] sakaði eigi, þótt hann
kæmi meynni nokkuð nærri. Þóttust nokkrir skólapiltar hafa séð
[Wendel] brölta á maga Karenu um ljósan dag suður í kirkjugarði,
er sól var hátt á lofti“.40
Því var tekið sem gefnu að meintur kynsjúkdómur Karenar hafi
stafað frá erlendum sjómönnum. Skólapiltarnir gátu hins vegar var-
ist slíku með smokkum Wendels því hann hélt þeim ekki aðeins
fyrir sig sjálfan:
[Wendel] tók brátt að reka verzlun með verjur, er hann kom suður.
Pantaði hann þær sunnan frá Þýzkalandi fyrir hvern, sem vildi. Hann
hafði og ávallt nægar birgðir „smokka“, & mun hann hafa látið fáa bón-
leiða frá sér fara, þá er komu til hans með þeim erindum að fá verkfæri
þessi. Var svo að sjá, sem honum væri það sönn ánægja að verða bág-
stöddum bræðrum að liði í þessu efni. Þegar kom fram á jólaföstuna,
fór hann að bjóða þær til sölu opinberlega í bekk sínum. Var þá einatt
margt um manninn í [bekk Wendels] áður bænir hófust. Gerðust nú og
ýmsir til að kaupa þessi dýrmætu þing, og svo mjög var um „smokka“ -
kaup þessi, að ófermdir strákasnáðar vildu gjarnsamlega eignast þá, en
[Wendel] var tregur til að láta ófermda unglinga hafa þá … Var nú ekki
annað sýnna, en að hin mesta saurlifnaðar öld og óskírlífis myndi geisa
yfir skólan þenna.41
Þetta var veturinn 1897–1898, sem er ári eftir að læknar töldu sýfilis
hafa „fest rætur“ í landinu. Það má leiða líkur að því að frumkvöðla-
starfsemi Wendels hafi tengst þessu meinta landnámi kynsjúkdóms-
ins og tilheyrandi ótta við hann í bænum auk þess sem svo vildi til
að Wendel hafði aðgengi að þeim að utan sem þýskættaður kaup-
mannssonur.
Wendel sjálfur var talinn fremstur í hópi þeirra sem stunduðu
„saurlifnað“ þetta skólaár. Þó var gerður greinarmunur á alvarleika
saurlifnaðarins. Í Árbókunum er Wendel kenndur við þrjár konur af
góðum ættum — Kristínu Pétursson, dóttur bæjarféhirðis, Valgerði
Zoëga, dóttur veitingamanns, og Helgu Havsteen, dóttur amtmanns.
Tilraunum hans til að sofa hjá þeim er hins vegar lýst á allt annan og
þorsteinn vilhjálmsson94
40 Sama heimild, bls. 90.
41 Sama heimild, bls. 92–93.