Saga - 2019, Page 98
Adolfs Wendel við það land.46 Smokkarnir voru í boði einkum eða
jafnvel eingöngu fyrir skólapilta.47
Þeir nutu þannig kynferðislegrar sérstöðu í bænum í krafti for-
réttinda sinna: Ekki aðeins höfðu þeir í smokkunum frelsi undan
óæskilegum getnaði og kynsjúkdómum heldur nutu þeir auð magns,
fjárhagslegs og menningarlegs, sem gat nýst þeim til að verða sér úti
um kynlíf frá þeim sem voru í lægri þjóðfélagsstöðu en þeir sjálfir.48
Þetta kynlíf kölluðu piltarnir „vændi“ þótt það sé óskýrt í Árbók -
unum hvort greiðsla hafi endilega þurft að fara fram til að mega
kallast því nafni. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir þar
sem hefur verið sýnt fram á að mörkin milli kynlífs utan hjónabands
og „vændis“ voru oft mjög á reiki á nítjándu og snemma á tuttug-
ustu öld.49 Loks kemur fram að piltarnir óttuðust kynsjúkdóma
meðal alþýðukvennanna sem þeir girntust og röktu uppruna þeirra
til erlendra sjómanna. Þessir piltar áttu síðan eftir að ganga í valda -
stöður í íslensku samfélagi og móta viðbrögð íslenskra yfirvalda við
„kaupstaðasóttinni“ — sótt sem þeir þekktu sumir betur á eigin
skinni en þeir jafnan viðurkenndu.
Að verja sveitirnar
Ekki voru skráðar Árbækur milli 1902 og 1912 og voru þær fáu
Árbækur sem skrifaðar voru eftir aldamót hæverskari í lýsingum
sínum á kynlífi skólapilta. Nemendur Lærða skólans varpa því litlu
þorsteinn vilhjálmsson96
46 Dagmar Herzog, Sexuality in Europe. A Twentieth-Century History (Cambridge:
Cambridge University Press 2011), bls. 8.
47 Þótt Wendel sé sagður hafa pantað smokka fyrir „hvern, sem vildi“ þá var það
líklega engu að síður takmarkað við skólapilta enda er talað um „bágstadda
bræður“ (þ.e. skólabræður) í því sambandi og tregðu Wendels til að láta
„ófermda unglinga“ hafa þá, en fermingin var inntökuskilyrði í Lærða skólann.
48 Smokkarnir eru þó ekki eina getnaðarvörnin sem stóra kvennafarsfærslan
minnist á því þar er líka talað um samtíðarmann Wendels, Jóhann Möller, sem
„vildi ekki nota verjur, er hann hafði holdlegt samræði við pútur sínar. Hefir
honum víst þótt lítil nautn að slíku. Fyrir því fékk hann dælu eina, dýra og
kostulega, sunnan frá Þjóðverjalandi. Veit eg eigi, hvort fleiri þess konar þarfa -
þing hafa flutzt hingað til lands.“ Sjá ÞÍ. Menntaskólinn í Reykjavík 1930–0.
A/3. Árbækur Lærða skólans 1895–1902. IX. bindi (1899–1900), bls. 104–106.
Dælur eða sprautur voru algengt getnaðarvarnartæki fram eftir tuttugustu
öldinni en með þeim var vatni eða efnablöndu sem átti að vera sæðisdrepandi
sprautað upp í leggöng eftir kynlíf. Sjá Jütte, Contraception, bls. 145–151, 200.
49 Herzog, Sexuality in Europe, bls. 9–10.