Saga - 2019, Side 100
skoðun, þá er þörf gerist“ og hvatti til þess að sérstakri lagasetningu
yrði beitt gegn kynsjúkdómavánni.53 Þessar áhyggjur áttu aðrir
læknar eftir að enduróma á næstu áratugum.
yfirvöld brugðust ekki við þessum varnaðarorðum Guðmundar
með lagasetningu eða beinum aðgerðum enn um sinn en læknar
tóku í staðinn að höfða til almennings um að sýna aðgát. Guðmund -
ur Magnússon læknir reið á vaðið í blaðinu Ingólfi árið 1904. Hann
sagði það ekki hafa verið fyrr en á seinustu árum sem hann hefði
tekið á móti sjúklingum með sýfilis, að undanskildum einstaka
útlendum sjómönnum eða Íslendingum sem hefðu fengið sjúkdóm-
inn á ferðalögum erlendis: „En síðustu 2 árin hef ég séð 14 mann-
eskjur sem hafa síkst hér á landi af fransós, flestar en ekki allar
innan bæjar.“ Þekking á sjúkdómnum var hins vegar lítil í landinu
að sögn Guðmundar:
Í ungdæmi mínu heirði ég þjóðsögukendar íkjublandnar frásagnir um
veiki þessa; báru þær þess vott að í þá daga var alþíða manna hrædd
við hana og taldi hana nálega banvæna. En ní reinsla sem ég hef fengið
nú af viðkinning við þessa sjúklinga, og ljettúðin sem þeir sína, sumir
hverjir, bendir á að nú sé öldin önnur í þessu efni. Ég veit að þessi
ljettúð getur orðið sjúklingunum sjálfum og landinu að stórtjóni, og
„first allir aðrir þegja“, þori ég ekki að draga það lengur að vara menn
við veikinni og benda á í hverju hættan sé fólgin, þó það sé allt annað
en skemmtilegt verk.54
Guðmundur lagði áherslu á að hægt væri að smitast með öðrum
leiðum en kynmökum einum, til dæmis af kossum og því að snerta
matarílát sýfilissýkts manns. Þetta olli miklum ótta og flaug orðróm-
ur um smit milli manna á næstu árum. Í það minnsta þrír einstak-
lingar kusu að birta auglýsingar í blöðum þess efnis að þeir hefðu
læknisvottorð upp á að vera ekki með sýfilis.55 Alvarlegasta tilvikið
þorsteinn vilhjálmsson98
53 Sama heimild.
54 Guðmundur Magnússon, „Samræðissjúkdómar“, Ingólfur 17. janúar 1904, bls.
5–6.
55 Sjá Reykjavík 4. febrúar 1904, bls. 19, þar sem Sigurjón Ólafsson segist hafa
fengið „hörundskvilla í andlitið“ og æ síðan hafi verið pískrað um að hann hafi
fransós. Læknisvottorð upp á sýfilisleysi fylgir svo með; Ísafold 20. maí 1905,
bls. 111, þar sem læknir vottar að „sjúkdómur sá, sem gengur að Jónínu Ás -
geirs dóttur úr Vestmannaeyjum, sé ekki hinn svokallaði „franzós““; Sigur laugu
Guðmundsdóttur, „Ósannindum hrundið“, Reykjavík 15. desember 1906, bls.
226, þar sem tveir læknar og tveir vottar staðfesta það sama um höfund greinar -
innar.