Saga - 2019, Side 101
var þó þegar sá kvittur kom upp að starfsstúlkurnar í vindlaverk -
smiðju Thomsens væru sýfilissýktar og því væri ekki óhætt að
reykja vindlana þaðan. Thomsen sá sig knúinn til að afla læknisvott-
orða fyrir allar sínar starfsstúlkur og auglýsa í blöðunum að vindlar
sínir væru algjörlega öruggir.56
Íslenskir læknar ræddu vandann líka sín á milli. Strax í fyrsta
árgangi Læknablaðsins árið 1915 skrifaði Maggi Júlíusson Magnús
læknir greinina „Um varnir gegn kynsjúkdómum“, sem byggði á
fyrirlestri sem hann hafði haldið skömmu áður hjá Læknafélagi
Reykjavíkur. Samkvæmt Magga var kynsjúkdómahættan langmest
í kaupstöðunum Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Reykja -
vík sagði hann þó versta, „eins og að líkindum fer“.57 Maggi rakti
hvernig útbreiðslan þar hafði numið „fult 100 eða 200 pct.“ undan-
farin tvö ár og væri bærinn nú með fleiri kynsjúkdómasmit en
landið allt hafði haft áður. Þetta samræmdist ástandinu erlendis
samkvæmt Magga. Kaupstaðirnir sýktust en sveitirnar slyppu að
mestu við sjúkdóminn.58 Ísland gæti þó orðið undantekning frá
þessari reglu:
Hér á landi kemur að þessu leyti stórþýðingarmikið atriði til greina, sem
ekki þekkist í öðrum löndum … og það eru fólksflutningarnir innan-
lands, vor og haust og á vertíðum. Bæði er það, að þeir eru mjög miklir
fyrir svo litla þjóð, og svo er því fólki, sem aðallega tekur þátt í þeim, á
leið í kaupavinnu og til sjávarútvegs, hættast við að sýkjast. Einnig er
því hætt við að vanrækja sinn sjúkdóm, bæði af því, að það hefir lítil efni
á að leita sér nægilegrar læknishjálpar, og svo einnig litla þekking á því,
hvað það er nauðsynlegt að fá fulla lækningu. Þriðja atriðið er í þessu
sambandi ef til vill ekki þýðingarminst, sem er, að þetta fólk leitar oftast
ekki læknis fyr en í síðustu forvöð. Hefir því nægan tíma til að sýkja
aðra. Hér á landi er því sú hætta mikil, að þessir sjúkdómar haldi sér
ekki eins og í öðrum löndum við bæina og verin, heldur breiðist líka út
um allar sveitir … Ég fæ ekki betur séð, en að það sé fyllilega kominn
tími til þess, að hér á landi séu einhverjar ráðstafanir gerðar til varnar
útbreiðslu þessara sjúkdóma. Þó ekki hefðist upp úr þeim annað en það,
að sveitirnar yrðu varðar, þá margborgaði það sig.59
kaupstaðasótt og freyjufár 99
56 Sjá Gunnar M. Magnúss, 1001 nótt Reykjavíkur (Reykjavík: Iðunn 1957), bls. 71–
73.
57 M. Júl. Magnús, „Um varnir gegn kynsjúkdómum“, bls. 35.
58 Sama heimild, bls. 36.
59 Sama heimild, bls. 36–37.