Saga - 2019, Síða 103
Magga í Læknablaðinu árið eftir. Árni benti á að kynsjúkdómasmitum
hefði raunar fækkað síðan Maggi ritaði grein sína. Fyrri heimsstyrj-
öldin hefði bundið enda á frjáls ferðalög og færri erlendir sjómenn,
hinir sjálfgefnu smitberar, kæmu til Íslands. Engu að síður var
nauðsynlegt að berjast gegn vánni og vildi Árni rétt eins og læknar
erlendis gera það með aukinni fræðslu. Árni spyr:
Hver á að veita þessa fræðslu? Heimilin og skólarnir. Hún á aðallega
að miða að því, að koma í veg fyrir masturb. [masturbatio, sjálfsfróun]
og síðar halda kynferðishvötinni á réttum brautum og í réttum skefj -
um, til þess að koma í veg fyrir að unglingar celebr. coit. [celebrant coit-
um, stundi kynlíf]. Sveitabörn eru betur sett, og þroskaðri að þessu
leyti, en borgarbörn, því að þau hafa betra færi á því, m.a. að kynnast
æxlun jurta og dýra. Sú fræðsla kemur smátt og smátt, jafnframt því
sem þeim vex þroski, og það á hún einmitt að gera. Höf. telur nauðsyn-
legt, að reyna af fremsta megni að halda við skírlífi æskulýðsins, til þess
er hann hefur náð fullum kynferðisþroska, en það telur hann sé á 20 ára
aldri, yfirleitt, ef uppeldið er rétt.65
Ýjað er að því að sveitirnar ali sjálfkrafa af sér heilbrigt kynferðislíf,
en borgirnar spillt: Aðeins borgarbörnin þurfi á fræðslu að halda og
aðstoð til að viðhalda skírlífi. Rétt eins og Maggi taldi Árni vændi
og kynsjúkdóma samofna og skrifaði raunar að í Þýskalandi væru
„„prostitution“ og kynsjúkdómar talið eitt og hið sama, með því að
þeir [kynsjúkdómarnir] eigi í rauninni eingöngu rót sína að rekja til
hennar [prostitutioninnar]“.66 Þannig lágu íslenskar konur sem
sýktust af kynsjúkdómum undir grun um að vera vændiskonur líka.
Freyjukettir og freyjufár
Fyrsta íslenska bókin um kynsjúkdómavandann kom út árið 1917:
Freyjukettir og freyjufár eftir lækninn Steingrím Matthíasson. Þessi
kaupstaðasótt og freyjufár 101
65 Árni Árnason, „Um nýjustu sóttvarnir“, Læknablaðið 2:5 (1916), bls. 71–76.
Latínunotkun Árna þegar kemur að kynlífshugtökum er greinilega til að halda
fullum skilningi á umræðunni innan lokaðs hóps menntaðra karlmanna en lat-
ínunám var nær eingöngu í boði fyrir þá, hérlendis sem erlendis. Læknablaðið
var enn fremur talinn tiltölulega lokaður vettvangur. Eins og einn læknir
orðaði það árið 1919: „Eg hefi litið svo á, að Lbl. [Læknablaðið] ætti að vera
aðallega „inter nos“ [okkar, þ.e. lækna, á milli], þótt náttúrlega sé ekki hægt að
meina neinum að lesa það.“ Sjá H. Stefánsson, „Fyrirspurn“, Læknablaðið 5:2
(1919), bls. 28.
66 Árni Árnason, „Um nýjustu sóttvarnir“, bls. 76.