Saga - 2019, Síða 104
skáldlegi titill vísar annars vegar til kattanna sem drógu vagn ást-
argyðjunnar Freyju í norrænni goðafræði en hins vegar er „Freyju -
fár“ tilraun til að þýða hinn forna latneska læknisfræðifrasa yfir
kyn sjúkdóma, morbus Veneris („sjúkdómur Venusar“).67 Freyja, hin
norræna hliðstæða ástargyðjunnar rómversku, fékk að prýða ís -
lenska heitið.
Steingrímur dró ekki dul á það til hverra „freyjukettirnir“ vís -
uðu.68 Það voru vændiskonur eða „lauslátar konur“ en þær, auk
sjómanna, hermanna og „vinnulýð[s] í verksmiðjum“ voru þeir
hópar sem Steingrímur sagði líklegasta til að smita út frá sér.69 Lítið
var um verksmiðjur og hermenn á Íslandi en hinir tveir hóparnir
lágu þeim mun frekar undir grun um að hafa valdið því ástandi sem
Steingrímur taldi að ríkti á landinu, sérstaklega í Reykjavík. Á Ís -
landi þekktust varla „nema eitt og eitt tilfelli [kynsjúkdóma] á
stangli, þar til nú á síðustu árum“. Þetta kom raunar á óvart að mati
Steingríms: „Hér hafa … lengi komið útlendingar og einkum hafa
frakkneskir sjómenn haft töluverð mök við landsmenn.“70 En eitt -
hvað hafði breyst undanfarin ár:
Samræðissjúkdómar eru farnir að gera strandhögg í ýmsum sjáv-
arþorpum vorum, en einkum þó í Reykjavík. Lekandi er orðinn land-
lægur sjúkdómur og ekkert sjaldgæfur lengur í neinum stærri hafnar-
bæjum. Hins vegar er sýfílis enn lítið útbreidd, sem betur fer … Nú er
… næstum þriðjungur landsmanna samankominn í kaupstöðunum,
svo að skaðinn er nógur jafnvel þó sveitirnar fríist að miklu leyti við
hinar illu sendingar frá útlöndum. Nú er öldin sú að flestir sem vetlingi
valda vilja safnast til kaupstaðanna, piltarnir í skóla og stúlkurnar í
námskeið á veturna, en á sumrin þyrpist fólk til kauptúnanna í síldar-
og fiskvinnu. Þar er meira líf og fjör en í sveitinni, þar eru skemtanir
ýmsar, sjónleikir, bíó og dansleikir — „og kettir Freyju kúra undir stein-
um.“ En þá er líka hætt við að margt misjafnt slæðist með menntuninni
aftur tilbaka upp til sveitanna.71
Kaupstaðirnir, og þar fremst í flokki Reykjavík, höfðu þannig sýkst
af samskiptum sínum við útlönd. Á tímum fólksflutninga til kaup -
þorsteinn vilhjálmsson102
67 Steingrímur Matthíasson, Freyjukettir og Freyjufár, bls. 8, nmgr. 1.
68 Steingrímur þiggur orðið „freyjukettir“ úr ljóði Bjarna Thorarensen með sama
nafni.
69 Steingrímur Matthíasson, Freyjukettir og Freyjufár, bls. 5–6, 11, 18.
70 Sama heimild, bls. 16.
71 Sama heimild, bls. 35–36.