Saga - 2019, Síða 105
staðanna varð veikin verri og verri og var hættan sú að sýkin bærist
aftur út til hinna óspilltu sveita eins og Maggi Júlíusson Magnús
hafði áður varað við. Aðdráttarafl Reykjavíkur, kaupstaðasóttin, var
þannig hættuleg fyrir heilsu gervallrar þjóðarinnar.
Hvað lausnir varðar gat Steingrímur aðeins bent á fræðslu, opin-
berar aðgerðir til styrktar hjónabandinu og allra helst skírlífi.72
Óvenjulegan tón kvað við þegar Steingrímur sagði „það [hafa] verið
alsiða, að öll skömmin og refsingin hefir bitnað á vesalings stúlkun-
um, en karlmennirnir, sem tældu þær, hafa sloppið við allar átölur.
Þetta er algerlega rangt og þarf því að skapast sá hugsunarháttur, að
ábyrgðin hvílir miklu fremur á körlum en konum“.73 Þetta brýtur í
bága við hið almenna álit á þessum tíma þar sem tvöfalt siðgæði
ríkti og konum var miklu frekar legið á hálsi fyrir lauslæti en karl-
mönnunum sem þær áttu að hafa verið lauslátar með.74 Steingrímur
ýjaði þannig að því að það væru ofar öllu hinn íslenski áhættuhóp-
urinn, sjómennirnir, sýktir af erlendum vændiskonum, sem bæru
ábyrgðina.
Annað blað var brotið í íslenskri umræðu þegar bók Steingríms
Matthíassonar hlaut stuttan dóm hjá Guðmundi Hannessyni, pró-
fessor í læknisfræði, í Læknablaðinu sama ár. Þar tæpti Guðmundur
á því að ef lausnir Steingríms dygðu ekki „gæti komið til tals … að
útbreiða þekkingu á præservativa [getnaðarvörnum], þó ýmislegt
sé athugavert við hana“.75 Hér er ákveðinn þagnarmúr rofinn í
umræðunni og upp frá þessu urðu getnaðarvarnir að opinberu
deilumáli meðal íslenskra lækna og í íslensku samfélagi (þótt þær
væru vel þekktar fyrir, í það minnsta hjá stúdentum Lærða skólans
eins og við höfum séð).
Guðmundur Hannesson var framarlega í flokki þeirra sem studdu
opna umræðu um getnaðarvarnir. Árið 1920 gaf hann út aðra
bókina til að koma út á íslensku um kynsjúkdóma. Kallaðist hún
Samræðissjúkdómar og varnir gegn þeim. Leiðbeiningar fyrir alþýðu, eink-
um farmenn. Eins og titillinn bendir til var bókinni beint til sjómanna,
enda „eru [það] sjómenn, sem hafa flutt veikina, öllum fremur, inn í
landið og flytja hana árlega, bæði útlendir sjómenn, sem sigla hing -
kaupstaðasótt og freyjufár 103
72 Sama heimild, bls. 36–39.
73 Sama heimild, bls. 39.
74 Sjá Vilhelm Vilhelmsson, „Lauslætið í Reykjavík“, bls. 111–128.
75 Guðmundur Hannesson, „Freyjukettir og Freyjufár“, Læknablaðið 3:12 (1917),
bls. 187.