Saga - 2019, Side 108
væri tiltölulega laust við kynsjúkdóma enn miðað við nágranna-
löndin: „Landið er hreint; eigum við að fljóta sofandi að feigðarósi
og gera ekkert til að afstýra þeirri hættu, sem nú vofir yfir oss?“88
Í ljósi þessa þrýstings, ekki aðeins frá læknum heldur einnig frá
almenningi, er ekki að undra að stjórnvöld hófu aðgerðir gegn
ástand inu á þriðja áratugnum og færðust þær í aukana á þeim
fjórða. Árið 1923 voru sett lög til varnar kynsjúkdómum, samin af
nefnd sem Læknafélagið skipaði. Í þeim var sjúklingum tryggð
ókeypis læknismeðferð.89 Níu árum síðar, árið 1932 — þegar fjöldi
sýfilistilfella var í hámarki í Reykjavík — var aukið við lögin og tíu
rúm tekin frá fyrir sjúklinga með kynsjúkdóma á Landspítalanum.90
Aðgerðirnar gengu svo langt að árið 1934 var settur upp sjálfsali
með varnarlyfjum gegn kynsjúkdómum á almenningssalernunum
við Bankastræti.91
Helsti hvatamaðurinn að sjálfsala þessum var Hannes Guð -
munds son læknir (sonur Guðmundar Hannessonar).92 Í grein sem
hann skrifaði í tímaritið Eimreiðina árið 1930 var hann ómyrkur í
máli um hættuna af kynsjúkdómum og sérstaklega sýfilis, sem hann
kallaði „holdsveiki nútímans“. Þó var sýfilis aðeins „farinn að teygja
klærnar hingað til lands“ og var þannig enn á ný rétt óorðinn að
landsplágu. Lekandi hins vegar „breiðist ískyggilega ört út hér á
landi, einkum í Reykjavíkurbæ. Orsök kynsjúkdómadreifingarinnar
er fjölmenni og náinn samlifnaður manna; þetta orsakar hve laust
Ísland hefur verið við vánna, en hvernig hún ágerist í Reykjavík“.93
Hinum nútímavæddu milljónaborgum stórþjóðanna lýsti Hannes
fjálglega sem „þessum illkynjuðu æxlum mannkynsins, þar sem
hverskonar lestir, óheilnæmi, örbirgð og sjúkdómar dafna og finna
sér frjóvan og góðan jarðveg“.94 Borgarmyndun er þannig gerð að
framandi vexti á þjóðarlíkamanum — og Reykjavík er þar ekki
undan skilin.
þorsteinn vilhjálmsson106
88 Níels P. Dungal, „Hætta á ferðum!“ Morgunblaðið 8. ágúst 1924, bls. 3.
89 Stjórnartíðindi 1923 A, bls. 73–77 (L. nr. 16/1923).
90 Stjórnartíðindi 1932 A, bls. 276–280 (L. nr. 91/1932). Varðandi kynsjúkdóma -
tíðni, sjá nmgr. 50 að framan.
91 Hannes Guðmundsson, „Morbi venerei í Reykjavík árið 1933“, bls. 35–36.
Líklega voru varnarlyfin plástrar eða smyrsl með silfurlausn sem átti að bera
á kynfærin eftir kynlíf og draga þannig úr líkunum á smiti.
92 Sama heimild, bls. 35–36.
93 Hannes Guðmundsson, „Holdsveiki nútímans“, bls. 321.
94 Sama heimild, bls. 322.