Saga - 2019, Qupperneq 110
Gestur gaf þannig í skyn kynferðislegt samneyti kornungra Reykja -
víkur stúlkna og erlendra hermanna og sjómanna auk þess sem hann
ýjaði að því að á White Star væri hægt að kaupa vín undir borðið í
trássi við áfengisbann. Gestur taldi að þarna opinberaðist áður
óþekkt hlið Reykjavíkur: „[V]ilji Reykvíkingar sjá alsvörtustu hlið -
ina á höfuðborginni, ættu þeir að leggja leið sína á Laugaveg 11 og
þar geta þeir séð sitt af hvoru, sem þá myndi ekki hafa dreymt um
að væri til í borginni, og þar geta þeir séð hvernig sumt af hinni
uppvaxandi kynslóð hér ver kvöldum sínum.“98
Alþýðublaðið setti hér tóninn en eftir þetta fór umfjöllunin um
White Star fram í götublaðinu Hádegisblaðinu sem sendi að því er
virðist reglulega menn á staðinn til að skrifa um það sem bar fyrir
sjónir. „Áskell“, fyrsti útsendari blaðsins, skrifaði í mars 1933:
Síðastliðið haust kom jeg nokkrum sinnum inn á kaffihús, sem nefnist
White Star. Jeg hafði oft heyrt talað um þetta kaffihús, og vildi ganga
úr skugga um, hvort þær sögur, sem um það voru sagðar, væru á rök-
um byggðar … Þegar klukkan var að verða níu, byrjaði aðstreymið.
Fyrst komu inn fjórar stúlkur, kornungar, 15–17 ára. Það var auðsjeð,
að þær voru vel kunnugar þarna. Þær tóku ýmislegt dót up úr ílátum,
sem sumir kalla „ráptuðrur“ og svo var byrjað að mála. Fyrst voru var-
irnar teknar fyrir, síðan augabrýnnar og loks var alt andlitið mjelað.
Þetta var nú undirbúningurinn. Nú kom hver hópurinn á fætur öðrum.
Og loks koma eitthvað um tuttugu dátar í halarófu. Voru þeir af frönsku
herskipi, sem lá hjer í höfninni. Jeg tók eftir því, að þegar dátarnir
komu inn, fór að koma líf í tuskurnar.99
Farðinn gaf í skyn erlend áhrif og vændi, eins og Áskell ýjaði að:
„Þegar dátarnir höfðu „dansað“ dálitla stund, þá fóru þeir að hverfa
burt úr salnum með dömur sínar, eitt og eitt par í einu, og komu svo
ekki inn aftur fyr en eftir hálftíma til klukkutíma burtveru.“100 Pörin
fóru „oftast niður að höfn, eða þá í eitthvert skúmaskotið, þar sem
síst var hætta að þau yrðu ónáðuð“.101 Áskell lét þarna staðar numið
en við tók höfundur sem nefndi sig „Ajax“.102 Hann skrifaði langar
þorsteinn vilhjálmsson108
98 Sama heimild.
99 Áskell, „Lífið á „White Star““, Hádegisblaðið 20. mars 1933, bls. 106.
100 Áskell, „Lífið á „White Star““, Hádegisblaðið 21. mars 1933, bls. 110. Um farða
sem táknmynd spillingar ástandsstúlkunnar, sjá Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur,
„Hún var með eldrauðar neglur og varir“, bls. 66–69.
101 Áskell, „Lífið á „White Star““, Hádegisblaðið 22. mars 1933, bls. 114.
102 Þetta dulnefni átti eftir að eiga undarlega langt líf en æsileg skrif undir nafn-