Saga - 2019, Page 111
og æsilegar greinar um staðinn þar sem hann varð að táknmynd alls
sem var óþjóðlegt og hömlulaust:
Kliðurinn í salnum, er eins og í fuglabjargi. Bölv, ragn, „píkuskrækir“,
ölæðisraus og rifrildi, renna saman í óaðgreinilegan hávaða. — Músik -
in vælir, tístir og stynur og bumbuslátturinn yfirgnæfir alt annað. —
Dansendurnir jassa í þvögu milli borðanna, karlmennirnir með hatta
sína og húfur á höfðinu og vindlingana í munninum, en yfirölvaðir
menn og konur veltast öðru hvoru inn í dansþvöguna.103
Hinn erlendi dans og hinn erlendi „jass“ einkenndu þannig White
Star. Skýrt er tekið fram að á White Star hafi mikið magn áfengis
verið selt undir borðið, og var ástandið slíkt að Ajax notar millifyrir -
sögnina „Ein kvöldstund í ... víti“:
Meiri hluti gestanna eru karlmenn, flestir með þrútin andlit af áfengi
og ósvöluðum fýsnum og að þessu sinni er meiri hlutinn útlendingar
… Fjórar barnungar telpur sitja við eitt borð, engin þeirra getur verið
eldri en 17–18 ára. — Þær brosa með bláfölum slímuðum vörum og
brennivínsgljáa í augunum … Þær „blikka“ öðru hvoru nokkra ölvaða
norska sjómenn, sem hafa tekið sjer bækistöð í einu horninu — Sú
yngsta, sem auðsjáanlega er svo að segja nýsloppin úr barnaskólanum
og fermingunni, stendur upp og gengur að borði Norðmannanna. —
Hún reynir auðsjáanlega að láta hreyfingar sínar lýsa blygðunarleysi.
— Og reynir að láta lítinn, óþroskaðan barnslíkama sinn eggja og æsa
upp kynhvatir þessara drukknu og hrottalegu sjómanna. — Andlit
hennar er frítt og barnslegt, en svipurinn er sljófur af áfengi, og ein-
feldnislegur. Skuggar undir augunum og kæruleysisdrættir við munn-
vikin, segja sína sögu, og velktur og tötralegur kjóll hennar, kemur
manni ósjálfrátt til að hugsa um eitthvert öreigaheimili, þar sem skort -
ur, óþrifnaður og eymd situr við rekkjulok hennar á næturnar og vekur
hana á morgnana. — Gæti það ekki verið gamla sagan um veik, soltin
systkyni og drykkfeldan föður, eða eitthvað enn þá verra. — Og svo
kaupstaðasótt og freyjufár 109
inu „Ajax“ voru áberandi hluti annars og langlífara götublaðs, Mánudags -
blaðsins (gefið út 1948–1982). Því hefur verið velt upp hvort sá Ajax hafi í raun
verið Agnar Bogason, ritstjóri Mánudagsblaðsins; varla skrifaði hann þó í
Hádegisblaðið, enda á barnsaldri árið 1933, eina útgáfuári þess blaðs. Sjá Ástu
Kristínu Benediktsdóttur, „„Sjoppa ein við Laugaveginn […] hefur fengið orð
á sig sem stefnumótsstaður kynvillinga.“ Orðræða um illa kynvillinga og
listamenn á sjötta áratug 20. aldar“, Svo veistu að þú varst ekki hér, bls. 147–183,
hér bls. 166, nmgr. 51.
103 Ajax, „Ólifnaðurinn á „White Star“ afhjúpaður“, Hádegisblaðið 1. apríl 1933,
bls. 149.