Saga - 2019, Page 112
flýr hún hingað þegar fer að skyggja. Og einhverntíma löngu eftir
miðnætti kemur hún aftur heim í eymdina, ef til vill 10–20 krónum rík-
ari. — 10–20 krónur til að bæta úr sárustu þörfum, — eða kannske til
að svala hjegómagirni sinni og sýna sig næsta dag með nýjan hatt. Þetta
eru getgátur — en það eru til sönn dæmi verri en þessi. — Svo hrylli-
lega óeðlileg að manni býður við. Augnabliki síðar jassar þetta barn í
fangi eins Norðmannsins — Stór og luralegur hrotti, rauðbirkinn,
óhreinn og illa drukkinn. — Hún virðist nú enn minni, — enn þá meira
barn. — Manni finst að jafnaldrar hennar eigi að sitja á gólfinu, með
ljósa lokka, blá augu og brúðu í fanginu. Og nokkurri stundu síðar, ýtir
Norðmaðurinn henni á undan sjer, fram að dyrunum. Svo hverfa þau
út í nóttina.104
Erfitt er að lesa þessa órakenndu lýsingu Ajaxar sem annað en afar
táknræna dæmisögu um hið hreina, barnslega sakleysi Íslands —
„með ljósa lokka, blá augu“ — gjörspillt af fátækt og solli kaup -
staðarins og valdalaust í örmum rauðbirkins og ógnvekjandi útlend-
ings. Vændið var þannig móðgun við þjóðernið.105 Hér skipti það
sömuleiðis máli að sá sem rak White Star var útlendingur, Dani að
nafni Olsen.106 Vændissögurnar héldu svo áfram hjá Ajax, önnur
unglingsstúlka hvarf inn á náðhúsið og var elt þangað af tveimur
útlendingum í þetta sinn.107
Ajax heimtaði aðgerðir gegn þessu ástandi og hvatti til að stofn -
að yrði „skólahæli fyrir ómyndug stúlkubörn sem leiðst hafa út í
þetta líf eða eru farnar að gera saurlifnað að atvinnu sinni … Og þá
ekki síður hæli fyrir kvenfólk, sem með þessari atvinnu sinni út -
breiðir kynsjúkdóma svo ört þetta síðasta ár, að fádæmi eru“.108
Kynsjúkdómahættan varð Ajaxi að frekara umfjöllunarefni í Há -
þorsteinn vilhjálmsson110
104 Ajax, „Ólifnaðurinn á „White Star“ afhjúpaður“, Hádegisblaðið 3. apríl 1933,
bls. 153.
105 Varðandi vændi og þjóðerni á Norðurlöndunum, sjá t.d. Anna Lundberg,
„Paying the Price of Citizenship. Gender and Social Policy on Venereal
Disease in Stockholm, 1919–1944“, Social Science History 32:2 (2008), bls. 215–
234; Ida Blom, „Contagious women and male clients. Public policies to pre-
vent venereal diseases in Norway, 1888–1960“, Scandinavian Journal of History
29:2 (2004), bls. 97–117.
106 Guðjón Friðriksson, „White Star á Laugavegi 11“, Lesbók Morgunblaðsins 22.
maí 1993, bls. 10.
107 Ajax, „Ólifnaðurinn á „White Star“ afhjúpaður“, Hádegisblaðið 3. apríl 1933,
bls. 153.
108 Sama heimild, bls. 153–154.