Saga - 2019, Síða 113
degis blaðinu næstu daga og tengdi hann hana rækilega við vændi
íslenskra kvenna með útlendingum: „[S]jómenn frá fleyri [svo]
lönd um, Frakkar, Norðmenn, Englendingar, Þjóðverjar, Spánverjar
o.s.frv. leika lausum hala [á White Star], eftirlitslaust, innan um
vændiskonur og ólöglegt áfengi.“ Lögreglan hafi nýlega gert rassíu
á staðnum og handtekið nokkurn fjölda erlendra sjómanna þar sem
hafi svo verið settir í kynsjúkdómapróf „að undirlagi eða eftir kröfu
Hannesar Guðmundssonar læknis, sjerfræðings í þessum sjúkdóm-
um“. Niðurstaðan hafi verið sú að stór hluti sjómannanna hafi verið
sýktur. Niðurstaðan var skýr: Það þurfti að loka White Star „ef þessi
ófögnuður á ekki að leggjast eins og mara á þjóð okkar“.109 Öll þessi
umfjöllun varð svo Hádegisblaðinu tilefni næstu daga til að velta upp
almennum áhyggjum af samskiptum íslenskra kvenna og erlendra
hermanna enda „hefir lengi verið viðbrugðið hvílíkt aðdráttarafl
borðaleggingar og blikandi hnappar erlendra offisjera eða jafnvel
aðeins algengra dáta, hefir haft á konur okkar og dætur“.110 Níels
Dungal læknir hafði viðrað þessar sömu áhyggjur níu árum fyrr.
Þessi umræða vakti athygli hjá pólitískum samtökum sem þá
voru að sækja í sig veðrið á Íslandi líkt og erlendis: Íslenskra þjóð -
ernissinna eða nasista. Nokkrum vikum síðar, 25. apríl 1933, greindi
Hádegisblaðið frá eftirfarandi:
Nokkur hluti Nasistahersins ruddist inn á „White Star“ á sunnudaginn
[23. apríl] … Fóru þeir mjög vígalega um leið og fylkingin kom inn úr
dyrunum og hrópuðu: „Lifi Hitler! — Niður með „White Star“!“ —
Kvenskörungur einn, sem þar var stödd, enda ein af staðgestum knæp-
unnar, þreif gólfskrúbbinn og rjeðist á móti þeim. — Brá hún skrúbb-
unni á loft með orðbragði, sem hjer verður ekki skráð. Leist þá árásar-
mönnum hún fara all ófriðlega og brást [svo] flótti í liðið. — Hörfaði
hersveitin út undan skrúbbnum og herópið þagnaði.111
Þetta var ekki það seinasta sem íslenskir nasistar höfðu af White Star
að segja; þvert á móti öðlaðist kaffihúsið miðlæga stöðu í kröfu-
gerðum þeirra. Tveimur árum síðar mátti finna grein í málgagni
þeirra, Íslandi, með fyrirsögnina „Kommúnistaflokkur Íslands er
gróðrarstía kynsjúkdóma“. Þar á White Star óvænta aðkomu. Greinar -
kaupstaðasótt og freyjufár 111
109 Ajax, „White Star“, Hádegisblaðið 5. apríl 1933, bls. 162–163.
110 „Erlendir dátar og íslensk kvenþjóð“, Hádegisblaðið 7. apríl 1933, bls. 170.
111 „Nasistar og „White Star“. Hersveitir Gísla gera innrás, en leggja á flótta“,
Hádegisblaðið 25. apríl 1933, bls. 206.