Saga - 2019, Side 120
eru miklar. Fyrirsagnir sem birtust í fjölmiðlum vorið 2015 um „blóm -
legan miðbæ“, þar sem miðbænum á Selfossi var lýst sem „miðbæ
allra landsmanna“, gefa jafnvel til kynna að á Selfossi eigi að reisa
„landsliðið“ í húsum fortíðar.3
Framkvæmdir við nýja miðbæinn á Selfossi eru hafnar þegar
þetta er skrifað og fyrirhugað er að fyrsti áfangi verði tekinn form-
lega í notkun árið 2020.4 Reisa á ríflega þrjátíu hús sem öll eiga sér
sögulegar fyrirmyndir og stóðu víðs vegar um landið. Þessar fyrir-
myndir eiga það sameiginlegt að vera ekki lengur til en húsin voru
ýmist rifin, brunnu eða eyðilögðust með öðrum hætti. Flest húsanna
stóðu áður í Reykjavík, önnur á Selfossi auk annarra staða. Á vegum
verkefnisins er haldið úti heimasíðu, midbaerselfoss.is, þar sem sjá
má litríkar tölvugerðar myndir af húsunum og hinum nýja miðbæ. Af
myndunum má sjá að umræddar fyrirmyndir eru afar mismunandi
hvað varðar stærð, stíl og útlit auk þess að vera frá mis mun andi tím-
um. Þá eiga húsin sér fjölbreytta og oft og tíðum áhuga verða sögu.
Meðal annars er ætlunin að reisa byggingu sem minnir á miðalda-
dómkirkjur sem eiga að hafa staðið í Skálholti.5 Um er að ræða einka-
framkvæmd en að henni stendur Sigtún þróunarfélag ehf.6
vilhelmína jónsdóttir118
3 Vef. „Áform um blómlegan miðbæ“, Ríkisútvarpið 20. mars 2015, http://www.
ruv.is/frett/aform-um-blomlegan-midbae-a-selfossi, 5. október 2016; Vef. „Sel -
foss miðbær allra landsmanna“, Hringbraut 20. mars 2015, http://www.hring
braut.is/heilsa/selfoss-verdur-midbaer-allra-landsmanna, 5. október 2016.
4 Vef. „Framkvæmdin og fjármögnun á miðbæ Selfoss“, Selfoss. Miðbær, http://
midbaerselfoss.is/framkvaemdin, 7. maí 2019.
5 Frá því að tillagan kom fyrst fram árið 2015 hefur hún tekið þó nokkrum breyt-
ingum. Í upphaflegu tillögunni var til að mynda gert ráð fyrir sögusýningu í
torfbæ þar sem áhersla yrði lögð á „daglegt líf og byggingarsögu á Suðurlandi
frá landnámi til dagsins í dag, allt frá smæstu kotbýlum til minnisvarða um
reisulegar dómkirkjur miðalda“. Horfið hefur verið frá hugmyndum um torfbæ
þótt enn sé gert ráð fyrir sýningarhaldi af ýmsu tagi. Að auki hefur verið fallið
frá hugmyndum um að endurgera hús frá Eyrarbakka. Þá hefur húsbyggingum
sem fyrirhugað er að endurgera fjölgað úr 25 í 30. Sjá: Vef. „Ný heildarsýn á
miðbæ Selfoss“, Sveitarfélagið Árborg 19. mars 2015, https://www.arborg.is/
ny-heildarsyn-a-midbae-selfoss, 28. febrúar 2017; Vef. „Framkvæmdin og fjár-
mögnun á miðbæ Selfoss“.
6 Í upphaflegri kynningu sveitarfélagsins á áformunum voru forsvarsmenn verk-
efnisins tilgreindir sem Selfyssingarnir Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson
auk Batterísins — arkitekta, fyrirtækisins VSÓ ráðgjöf og Snorra Freys Hilmars -
sonar, hönnuðar og formanns Torfusamtakanna. Sjá: Vef. „Ný heildarsýn á
miðbæ Selfoss“.