Saga - 2019, Side 122
Grein þessi byggir á tilviksrannsókn þar sem tillagan um nýjan
miðbæ á Selfossi var skoðuð til að varpa ljósi á viðhorf fólks til
framsetningar á fortíðinni í byggðu umhverfi samtímans. Tekin
voru 14 djúpviðtöl við hagsmunaaðila á tímabilinu október 2016
til desem ber 2017. Djúpviðtöl eru ein algengasta aðferð til gagna-
öflunar í eigindlegum rannsóknum.8 Í slíkum viðtölum ræðir
rann sakandi rannsóknarefnið í þaula við viðmælendur sína. Rann-
sak andi spyr op inna spurninga og þannig gefst viðmælendum
kostur á að tjá sig óhindrað og koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi.9 Skipta má við mælendum mínum í þrjá flokka. Í fyrsta lagi
ræddi ég við aðstand endur tillögunnar, þ.e. arkitekta10 og fjár-
vilhelmína jónsdóttir120
verður húsið Ingólfur sem stóð á Selfossi en var tekið af sökkli sínum árið 2007
gert upp og því fundinn staður í nýja miðbænum. Þá mun húsið Hafnar tún, sem
reist var árið 1946 á Selfossi og stendur nálægt nýja miðbæjar svæðinu, verða fært
til og verða hluti af nýja miðbænum. Á vefsíðunni midbaerselfoss.is var listi með
upplýsingum um 30 hús sem mögulega yrðu endurgerð í nýja miðbænum. Um -
ræddur listi er nú aðeins að hluta til aðgengilegur á vefsíðunni. Umfjöllunin í
þessari grein byggir á þeim upplýsingum sem kynntar hafa verið á heimasíð unni
sem og í annarri opin berri umfjöllun. Sjá: Vef. „Húsin og byggð in í nýjum mið -
bæ“, Selfoss. Miðbær, http://www.midbaerselfoss.is/portfolio-category/husin,
5. desember 2017; Vef. „Húsin og byggðin í nýjum miðbæ“, Selfoss. Mið bær,
http://midbaerselfoss.is/husin, 27. maí 2019; „Gömlu húsin í nýja mið bænum á
Sel fossi“, Dagskráin — fréttablað Suðurlands 23. mars 2016, bls. 12–13. Sjá einnig
tölvugerða hreyfimynd þar sem farið er um fyrirhugaðan miðbæ: Vef. „Selfoss
Mið bær 2018“, https://www.youtube.com/watch?v=huazrs1Wb8U, 20. maí 2019.
8 Eigindlegar rannsóknir eru í raun regnhlífarheiti yfir fjölbreyttar aðferðir og
hugmyndafræði við gagnaöflun og greiningu. Tilgangur eigindlegra rann -
sókna er að öðlast skilning á reynsluheimi fólks út frá sjónarhorni þess sjálfs.
Þannig er markmið eigindlegra rannsóknaraðferða að gera rannsakanda kleift
að bera kennsl á þá merkingu og túlkun sem fólk leggur í athafnir, atburði eða
önnur fyrirbæri. Markmið eigindlegra rannsókna er þess vegna ekki að safna
mælanlegum gögnum eða að setja fram niðurstöður sem hægt er að alhæfa út
frá. Þvert á móti byggir nálgun eigindlegra rannsóknaraðferða á því að leitast
við að fanga reynsluheim fólks, athafnir, skoðanir, tilfinningar og upplifun á
þeirra eigin forsendum og þar með hvaða merkingu fólk leggur í veruleika
sinn. Með slíkri nálgun er m.a. hægt að gefa hópum rödd og skilja félagsleg
samskipti, viðmið og gildi. Sjá: Monique M. Hennik, Inge Hutter og Ajay Baily,
Qualitative Researh Methods (London: Sage 2011), bls. 108–110, 116–117.
9 Sama heimild, bls. 109, 112–114.
10 VJ2, 2016. Viðtal við Sigurð Harðarson, 4. október 2016. Í vörslu höfundar; VJ3,
2016. Viðtal við Sigurð Einarsson, 4. október 2016. Í vörslu höfundar.