Saga - 2019, Qupperneq 123
festi.11 Í öðru lagi ræddi ég við arkitekt12 og safnafræðing13 sem
höfðu tjáð sig opinberlega um tillöguna og í þriðja lagi ræddi ég við
íbúa á Selfossi. Íbúarnir, sem ég ljáði nafnleysi, voru átta karlar og
konur á aldrinum 16–73 ára.14 Rannsókninni lauk í apríl 2018.15
Menningararfur og fortíðleiki
Árið 1985 líkti bandaríski fræðimaðurinn David Lowenthal nost -
algíu við „ávanabindandi lyf“ sem að fólk „ánetjaðist“.16 Sagði hann
að ljúfsár söknuður eftir hinu liðna og draumar um að flýja sam -
tíðina væru orðnir alvanalegir, jafnvel að „faraldri“, og nostalgía að
„ný gömul hús“ 121
11 VJ 5, 2016. Viðtal við Guðjón Arngrímsson, 20. desember 2016. Í vörslu höfund-
ar.
12 VJ 4, 2016. Viðtal við Óla Rúnar Eyjólfsson, 15. nóvember 2016. Í vörslu höf-
undar.
13 VJ 6, 2017. Viðtal við Lindu Ásdísardóttur, 8. febrúar 2017. Í vörslu höfundar.
14 VJ 7, 2017. Viðtal við 36 ára karl, 16. nóvember 2017. Í vörslu höfundar; VJ 8,
2017. Viðtal við 34 ára karl, 17. nóvember 2017. Í vörslu höfundar; VJ 9, 2017.
Viðtal við 16 ára karl, 18. nóvember 2017. Í vörslu höfundar; VJ 10, 2017. Viðtal
við 55 ára konu, 19. nóvember 2017. Í vörslu höfundar; VJ 11, 2017. Viðtal við
41 árs konu, 19. nóvember 2017. Í vörslu höfundar; VJ 12, 2017. Viðtal við 42
ára karl, 19. nóvember 2017. Í vörslu höfundar; VJ 13, 2017. Viðtal við 65 ára
karl, 19. nóvember 2017. Í vörslu höfundar; VJ 14, 2017. Viðtal við 73 ára konu,
30. desember 2017. Í vörslu höfundar.
15 Eftir að rannsókn þessari lauk fór fram undirskriftasöfnun meðal íbúa í
Sveitar félaginu Árborg til að knýja fram atkvæðagreiðslu um aðal- og deili-
skipulag vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýjan miðbæ á Selfossi. Kosn -
ingarnar fóru fram laugardaginn 18. ágúst 2018. Kosið var um breytingu á
aðal- og deiliskipulagi á miðbæjarsvæði Selfoss, til samþykktar eða synjunar.
Um 55% íbúa nýttu atkvæðisrétt sinn og niðurstaðan var því bindandi fyrir
bæjarstjórn. Breytingin var samþykkt með um 60% atkvæða. Sjá: Vef. „Íbúa -
kosning um breytingu á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss 18. ágúst
2018“, Sveitarfélagið Árborg, https://www.arborg.is/wp-content/uploads/
2018/08/midbaerselfoss_ibuakosning_nyjast.pdf, 1. september 2018; Vef.
Sighvatur Arnmundarson, „Breytingar á miðbæ Selfoss samþykktar í íbúa-
kosningu“, Vísir.is 18. ágúst 2018, http://www.visir.is/g/2018180829984, 1.
september 2018.
16 David Lowenthal, The Past is a Foreign Country (Cambridge: Cambridge Uni -
versity Press 1985), bls. 11–12. Nostalgía byggir á því að skynjun tímans sé
línuleg og að augnablikið verði ekki endurupplifað. Í dag má segja að litið sé
á nostalgíu sem hugarástand. Á sautjándu öld var nostalgía hins vegar læknis -
fræðilegt hugtak og skilgreind sem sjúkdómur með ákveðin sjúkdóms ein -