Saga - 2019, Side 124
„alþjóðlegu slagorði“ þess að líta til baka.17 Fólk þarf ekki að hafa
upplifað eitthvað með eigin skynfærum til þess að viðkomandi
fyrir bæri eða atburður hreiðri um sig í vitund þess og kalli fram
ljúfsára þrá.18 Þekkt minni úr sögunni, söguþekking og söguskiln-
ingur þar sem fortíðin hefur verið túlkuð á einhvern hátt, til dæmis
í rannsóknum fræðimanna eða frásögnum annarra, geta orðið þátt -
ur í vitund fólks og kallað fram nostalgíu.19
Bærinn Celebration í Osceola-sýslu í Flórída-fylki í Bandaríkjun -
um var byggður af Disney-samsteypunni upp úr 1990.20 Bærinn er
byggður á nostalgíu, þ.e. þeirri hugmynd að fortíðin hafi verið betri,
hún sé eftirsóknarverð og mögulegt sé að endurskapa hana eða að -
stæður sem líkja eftir henni í manngerðu umhverfi.21 Litrík húsin og
snyrtilegt umhverfið kveikja þá hugmynd að maður gæti verið stadd-
ur í kvikmynd þar sem sögusviðið er velmegandi smábær í Ameríku
á sjötta áratug síðustu aldar.22 Þessi framkvæmd Disney-fyr ir tækisins
gefur til kynna að fortíðin sé ekki óafturkræf heldur þvert á móti að
hana megi nálgast. Að til séu aðferðir til að endurvekja hana og
endur upplifa, til dæmis með því að hlutgera ímynd af fortíðinni í
bæjar umhverfi. Enn fremur er Celebration dæmi um hvernig nýta má
fortíðina í viðskiptalegum tilgangi því fasteignirnar í bænum voru
seldar og fólk var tilbúið til að kaupa þær og setjast að í bænum.
vilhelmína jónsdóttir122
kenni. Sjúkdómurinn herjaði m.a. á þá sem þurftu að yfirgefa fósturjörðina í
lengri tíma. Einkennin voru nátengd heimþrá og gátu t.d. verið depurð, sinnu-
leysi, vannæring og svefnleysi. Sjá: Svetlana Boym, The Future of Nostalgia
(New york: Basic Books 2001), bls. 13; Sharon Macdonald, Memorylands. Heritage
and Identity in Europe Today (London: Routledge 2013), bls. 87; Lowen thal, The
Past is a Foreign Country, bls. 10.
17 Lowenthal, The Past is a Foreign Country, bls. 4.
18 Fræðimenn hafa einnig fjallað um að fólk geti minnst erfiðrar lífsreynslu, eins
og að hafa upplifað loftárásir í heimsstyrjöldinni síðari eða búið í landi þar sem
harðstjórn ríkti, í jákvæðu ljósi nostalgíunnar. Þannig sé sársaukinn fjarlægður
úr minningunum. Sjá t.d.: Lowenthal, The Past is a Foreign Country, bls. 7–8;
Macdonald, Memorylands, bls. 86–87; Boym, The Future of Nostalgia, bls. xiv–xv.
19 Lowenthal, The Past is a Foreign Country, bls. 4.
20 David Lowenthal, The Past is a Foreign Country — revisited (Cambridge: Cam -
bridge University Press 2015), bls. 31.
21 Í kynningarbæklingi frá Disney-samsteypunni er m.a. talað um stað og lífstíl úr
æsku sem hafi týnst um stund en sé nú kominn aftur og hægt að hverfa til í bæn-
um Celebration. Sjá: Lowenthal, The Past is a Foreign Country — revisited, bls. 31.
22 Vettvangsnótur höfundar, mars 2015. Í vörslu höfundar.