Saga - 2019, Page 125
Margar leiðir eru til að hlutgera fortíðina eða setja hana á svið.
Ein leið er til dæmis að endurgera hús sem eru ekki lengur til og
skírskota til þeirra sem menningararfs. Valdimar Tr. Hafstein heldur
því fram að með því að hlutgera fortíðina sé hún orðin að neyslu-
vöru og segir því að menningararfur sé „sagan í neytendaumbúð -
um“.23 Í slíku samhengi hefur verið rætt um menningararfsvæðingu
sem tengist ferðamannaiðnaðinum sterkum böndum.24 Litið hefur
verið á menningararfsvæðingu meðal annars sem viðbragð við vax-
andi einsleitni og hnattvæðingu sem hefur þá tilhneigingu að breiða
yfir eða fletja út menningarmun. Með menningararfi má segja að
gerð sé tilraun til að skapa tilfinningu fyrir viðkomandi stað, menn-
ingu hans og sérstöðu. Slík framsetning á fortíðinni getur meðal
annars verið upplagt verkfæri til að skapa áfangastaði fyrir ferða -
menn.25 Þannig geta úrelt fyrirbæri sem skilgreind eru sem menn-
ingararfur fengið framhaldslíf í ferðaþjónustu.26 Fyrirbærin fá þar
með framlengingu á tilveru sinni og verða fulltrúar fortíðar innar í
samtímanum.27 Sharon Macdonald lýsir því að í Evrópu sam tímans,
þar sem minnisvakar um liðna atburði eru á hverju strái, hafi for -
tíðin verið gerð að söluvarningi, sagan orðið að við skiptum og
minn ingar að peningamaskínu.28 Fortíðin hefur því fjárhagslegt
aðdráttar afl, meðal annars fyrir einkaaðila sem sjá tækifæri til að
„ný gömul hús“ 123
23 Valdimar Tr. Hafstein, „Menningararfur. Sagan í neytendaumbúðum“, Frá endur -
skoðun til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö fræðigreinar,
fimm ljósmyndir, einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vettvangi hugvísinda.
Ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon
(Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademínan 2006), bls.
313–328, hér bls. 321.
24 Sjá t.d.: Rodney Harrison, Heritage — Critical Approaches (London: Routledge
2013), bls. 69; Valdimar Tr. Hafstein, „Menningararfur. Sagan í neytendaum -
búðum“, bls. 321–322.
25 Valdimar Tr. Hafstein, „Menningararfur. Sagan í neytendaumbúðum“, bls. 321.
26 Barbara Kirshenblatt-Gimblett, Destination Culture: Tourism, Museums, and
Heritage (Berkeley og Los Angeles: University of California Press 1998), bls.
150. Sjá einnig Dallen J. Timothy og Stephen W. Boyd, Heritage Tourism (Har -
low: Pearson Education Limited 2003), bls. 62–64, 143–151; Georgias C.
Papageorgiou, „Heritage in Consumer Marketing“, The Palgrave Handbook of
Contemporary Heritage Research. Ritstj. Emma Waterton og Steve Watson
(Basingstoke og New york: Palgrave Macmillan 2015), bls. 478–491.
27 Kirshenblatt-Gimblett, Destination Culture, bls. 157.
28 Macdonald, Memorylands, bls. 109.