Saga - 2019, Qupperneq 126
nýta framsetningu á menningararfi sem verkfæri í viðskiptalegum
tilgangi.29
Að líta á tiltekið fyrirbæri sem menningararf snýst miklu frekar
um samtíðina og framtíðina en fortíðina. Menningararfur er hlut-
gerving gilda sem samtíminn speglar sig í hverju sinni og talið er
nauðsynlegt að kynna komandi kynslóðum.30 Fræðimenn á borð við
Rodney Harrison og Laurajane Smith hafa skrifað um menningararf
sem orðræðu, sem annað og meira en óvirkt varðveisluferli efnis-
legra hluta. Menningararfur sé menningarlegt ferli þar sem fyrir -
bæri fær aukna merkingu þar sem það er skilgreint sem menningar -
arfur sem jafnvel þarfnist sérstakrar varðveislu. Þannig sé menningar -
arfur aðferð til að skilja samtímann. Þar sem menningararfur er
orðræða er hann aldrei hlutlaus lýsing heldur ákveðið inngrip eða
„hreyfiafl“.31 Því má líta á það sem ákveðna félagslega tjáningu í
samtímanum að eiga sér menningararf.32 Menningararfurinn getur
verið tæki sem hópar nota til að breyta stöðu sinni eða styrkja hana,
átt þátt í að skilgreina hópinn og gera hann sýnilegan.33 Ágreiningur
vilhelmína jónsdóttir124
29 Í þessu samhengi hefur verið bent á hvernig nýfrjálshyggja, eða sterk einstak-
lingshyggja, með ríkri áherslu á frjálst framtak einkaaðila hefur átt þátt í að
litið er á menningu sem atvinnuskapandi auðlind. Sjá: Sigurjón Baldur Haf -
steinsson og Heiða Björk Árnadóttir, „Etnógrafísk endurnýjun íslenskra
safna“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2012, bls. 91–112, hér bls. 91–92;
Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Marta Guðrún Jóhannesdóttir, „Moldargreni
og menningararfur“, Menningararfur á Íslandi: Gagnrýni og greining. Ritstj.
Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2015),
bls. 193–218, hér bls. 208–212. Sjá enn fremur Jim McGuigan, „Neo-Liberalism,
Culture and Policy“, International Journal of Cultural Policy, (2005) 11:3, bls.
229–241.
30 Harrison, Heritage — Critical Approaches, bls. 228–229.
31 Sama heimild. Sjá einnig: Laurajane Smith, Uses of Heritage (London: Rout ledge
2006), bls. 29 og 44; Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein, „Gagnrýn in
menningararfsfræði“, Menningararfur á Íslandi: Gagnrýni og greining. Ritstj.
Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2015), bls.
9–18, hér bls. 14.
32 Menningararfur á þátt í því að gefa hópum kost á og tækifæri til að tjá sig,
staðfesta merkingu staða, reynslu, sögur og endurminningar. Sjá: Smith, Uses
of Heritage, bls. 297.
33 Sjá t.d. um hlutverk handritanna í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga: Guðmundur
Hálfdanarson, „Þjóðnýting menningararfs. Norræn miðaldamenning og sköp-
un nútímaþjóðernis“, Menningararfur á Íslandi: Gagnrýni og greining. Ritstj.
Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2015), bls.