Saga - 2019, Side 129
Fræðimaðurinn Cornelius Holtorf hefur einnig gert sanngildi að
viðfangsefni sínu. Hann segir vera þörf fyrir menningarlegt hugtak
yfir sanngildi sem hægt sé að tengja ákveðnum efnislegum eigin-
leikum viðfangsins en samtímis forðast þá ályktun að eiginleikarnir
séu á einhvern hátt innbyggðir í hlutinn.43 Hann fjallar ekki um
sanngildi út frá raunverulegum aldri viðfangsins heldur út frá ald-
ursgildi (e. age-value) og þeim eiginleika eða ástandi að vera (úr)
fortíð(inni) (e. being (of the) past).44 Þetta kallar hann fortíðleika (e.
pastness).45 Með þessu á hann við að fyrirbæri hafi á sér fortíðarblæ
eða fortíðarbrag. Fortíðleiki er því afleiðing ákveðinnar skynjunar
eða upplifunar og þar með háður félagslegu og menningarlegu sam-
hengi áhorfandans.46 Sá eiginleiki viðfangsins, hins efnislega hlutar,
„að vera úr fortíðinni“ er það sem raunverulega skiptir máli fyrir
áhorfandann, ekki staðfestur aldur samkvæmt vísindalegri aldurs-
greiningu. Því er uppruni hlutarins í fortíðinni ekki það sem er mikil -
vægast fyrir áhorfandann heldur fremur efnislegar vísbendingar
sem áhorfandi tengir við fortíðina.47
Fortíðleiki byggir þess vegna á því að fólk skynji eða upplifi til
dæmis húsbyggingu þannig að því finnist hún á einhvern hátt bera
fortíðinni trúverðugt vitni, að húsið gæti allt eins verið úr fortíðinni.
„ný gömul hús“ 127
sanngildi sem íslenskun á enska hugtakinu authenticity sjá: Anna Karlsdóttir,
„Ferðamálafræðilegar vangaveltur um Þjóðminjasafnið“, Saga XLIII:1 (2005),
bls. 181–190, hér bls. 183. Sanngildi hefur lengi verið tengt því að sagan sé sögð
með nákvæmum hætti, t.a.m. í byggðu umhverfi. Sjá: Timothy og Boyd,
Heritage Tourism, bls. 238. Um það hvernig sanngildi hefur löngum verið í for-
grunni menningararfsvörslu á vettvangi UNESCO og upplifun ferðamanna í
því samhengi sjá t.d. Helaine Silverman, „Heritage and Authenticity“, The
Palgrave Handbook of Contemporary Heritage Research. Ritstj. Emma Waterton og
Steve Watson (Basingstoke og New york: Palgrave Macmillan 2015), bls. 69–
88.
43 Cornelius Holtorf, „On Pastness: A Reconsideration of Materiality in Archae -
ological Object Authenticity“, Anthropological Quarterly 86:2 (2013), bls. 427–
443; Cornelius Holtorf, „Perceiving the Past: Form Age Value to Pastness“,
International Journal of Cultural Property 24 (2017), bls. 497–515.
44 Holtorf, „On Pastness“, bls. 430.
45 Ólafur Rastrick hefur íslenskað orðið pastness sem fortíðleiki. Sjá: Ólafur
Rastrick, „Fortíðleiki miðborgarinnar“, Þjóðarspegillinn. Rannsóknir í félagsvís-
indum XVIII. Ágrip erinda flutt á ráðstefnu 3. nóvember 2017 (Reykjavík:
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 2017), bls. 8.
46 Holtorf, „Perceiving the Past“, bls. 500.
47 Holtorf, „On Pastness“, bls. 430–431; Holtorf, „Perceiving the Past“, bls. 500.