Saga - 2019, Page 130
Þannig er skynjun áhorfanda á fortíðleika mikilvægari en að við -
komandi hús sé raunverulega „gamalt“.
Holtorf hafnar ekki mikilvægi efnislegra eiginleika en hann telur
að slíkir eiginleikar geti alfarið verið skapaðir í nútíðinni. Hann
nefnir þrjá þætti sem forsendur þess að fólk upplifi eða skynji for -
tíðleika.48 Í fyrsta lagi þurfa að vera til staðar efnislegar vísbend -
ingar um aldur. Rispur, sprungur og þvíumlíkt vekja til að mynda
þá tilfinningu að um viðkvæman arf frá fyrri tíð sé að ræða sem
hrópi á varðveislu. Þannig eru ummerki um hnignun eða niður -
níðslu efnisleg staðfesting á fortíðleika.49 Í öðru lagi þarf að vera
fyrir hendi samspil við væntingar áhorfenda. Í þessu felst að útlit
viðfangsins og væntingar áhorfenda þurfa að fara saman.50 Til þess
að bera sögunni trúverðugt vitni verða fornminjar að ákveðnu
marki að staðfesta staðalmyndir samtímans.51 Í þriðja lagi, sam-
kvæmt Holtorf, verður trúverðug frásögn að tengja þátíð við samtíð
eigi að vekja tilfinningu fyrir fortíðleika. Þannig þurfa þær frásagnir
sem til eru um uppruna viðfangsins og veru þess í samtímanum að
vera bæði trúverðugar og merkingarbærar fyrir áhorfandann.52
„Þar sem eru gömul hús, þar er aðdráttarafl“ er hugmynd sem
opinberar algengt viðhorf um að fortíðin sé á einhvern hátt afmörk -
uð frá samtímanum.53 Dregnar eru upp andstæður þar sem hús
fortíðar hafa aðdráttarafl andstætt annars konar húsum sem þá
skortir aðdráttarafl og kunna jafnvel að vera fráhrindandi.54 Efnisleg
fyrirbæri sem vísa til fortíðar og skilgreind hafa verið sem menningar -
arfur grundvallast á sambærilegri tvíhyggju, það er að menningar-
vilhelmína jónsdóttir128
48 Samkvæmt Holtorf þarf aðeins eitt af þessum atriðum að vera fyrir hendi til
að fyrirbæri sé gætt fortíðleika þó vissulega séu sterkari vísbendingar um
fortíðleika séu öll atriðin fyrir hendi. Sjá: Holtorf, „Perceiving the Past“, bls.
501.
49 Holtorf, „On Pastness“, bls. 432–433; Holtorf, „Perceiving the Past“, bls. 501–
502.
50 Holtorf, „On Pastness“, bls. 433–434; Holtorf, „Perceiving the Past“, bls. 502.
51 Lowenthal, The Past is a Foreign Country, bls. 354.
52 Holtorf, „On Pastness“, bls. 434–435; Holtorf, „Perceiving the Past“, bls. 503.
53 VJ 3, 2016.
54 Fræðimenn hafa fjallað með ólíkum hætti um aðdráttarafl gamallar byggðar.
Hjörleifur Stefánsson hefur haldið því fram að „dýrategundin maður“ laðist
að gamalli byggð. Sjá: Hjörleifur Stefánsson, „Fagurgali sem fagurfræði“,
Reykjavík á tímamótum. Ritstj. Bjarni Reynarsson (Reykjavík: Skrudda 2017), bls.
215–219.