Saga - 2019, Page 131
arfurinn sé á einhvern hátt afmarkaður snertiflötur við fortíðina sem
gefur þá jafnframt til kynna að allt utan hans sé nútími.55 Segja má
að Cornelius Holtorf hafni slíkri tvíhyggju en hann telur að merk-
ingarbæra tengingu við fortíðina megi alfarið skapa í samtímanum.
Í þessu sambandi leggur hann áherslu á skynjun sem tekur meðal
annars mið af reynsluheimi og þekkingu áhorfandans sem og félags -
legu samhengi. Holtorf gefur þannig til kynna að hús þurfi ekki að
vera arfur úr fortíðinni til að búa yfir því „aðdráttarafli“ sem „gömul
hús“ eru talin hafa.
Skilin á milli fortíðar og samtíðar eru ekki endilega alltaf skörp.
Byggt borgarumhverfi getur með margvíslegum hætti vísað til for -
tíðar, til dæmis með því að húsum sé viðhaldið á forsendum menn -
ingararfsins, hús sem áður voru til séu endurgerð eða þegar útlit
nýbygginga vísar með einhverjum hætti til liðins tíma.56 Corn elius
Holtorf fjallar til dæmis um uppbyggingu í Neumarkt í Dres den í
Þýskalandi sem dæmi um bæjarhluta þar sem fortíðleiki svífur yfir
vötnum í nýbyggingum sem og Jakriborg fyrir utan Lund í Sví -
þjóð.57 Í raun má lýsa hugmyndinni um að endurgera horfin hús í
nýju samhengi á Selfossi sem tilbrigði við þetta stef. Fyrirhugaður
miðbær á Selfossi er í senn nýr en vísar til fortíðar. Annar arkitekt-
anna nefndi þetta sem „þversögn“ og lýsti því að þetta yrði hluti af
sérstöðu Selfoss, það er að vera „nýi bærinn með gamla miðbæn-
um“.58
Eins og gefur að skilja er reynsluheimur fólks misjafn, þekking
þess ólík og þar með viðhorf þess til nýja miðbæjarins á Selfossi.
Fyrirhuguð framkvæmd, og ekki hvað síst hugmyndin um að endur -
gera horfin hús, hefur vakið mikla athygli og laðað fram opinber
skoðanaskipti. Fram hafa komið ólík viðhorf til tillögunnar sem
beina kastljósinu að mismunandi hugmyndum fólks um fortíðina
og merkingu hennar. Að sama skapi hafa komið fram ólík viðhorf
„ný gömul hús“ 129
55 Valdimar Tr. Hafstein, „Menningararfur. Sagan í neytendaumbúðum“, bls. 316.
56 Sem dæmi um bæjarumhverfi sem er varðveitt sem menningararfur mann -
kyns má nefna Visby á Gotlandi í Svíþjóð. Sjá: Owe Ronström, Kult urarvs -
politik. Visby. Från sliten småstad till medeltidsikon (Stokkhólmur: Carlsson Bok -
förlag 2007), einkum bls. 120–154 og 181–211.
57 Holtorf, „Perceiving the Past“, bls. 504–505; Cornelius Holtorf, „My Historic
Environment“, The Historic Environment: Policy & Practice 2:2 (2011), bls. 157–
159.
58 VJ 3, 2016.